myrkir músíkdagar 2024, sígild og samtímatónlist, tónleikar, tónlist

Myrkir músík­dagar 2024: Kammer­sveitin á Myrkum

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

3.500 kr

Næsti viðburður

laugardagur 27. janúar - 21:00

Salur

Norðurljós

Eins og undanfarin á þá mun Kammersveit Reykjavíkur bjóða uppá spennandi dagskrá á Myrkum músikdögum. Í þetta sinn mun hún frumflytja tvö ný íslensk verk eftir Finn Karlsson og Áskel Másson auk þess að leika 6 lög fyrir strengjakvartett frá árinu 1983 eftir Karólínu Eiríksdóttur.

Efnisskrá
Finnur Karlsson: Hýena sem heitir gærdagur.
Ljóð: Ásta Fanney Sigurðardóttir
Mezzosópran: Þórgunnur Anna Örnólfsdóttir

Áskell Másson: Norðurljós, konsert fyrir horn og kammersveit
Einleikari: Stefán Jón Bernharðsson

Karólína Eiríksdóttir: 6 lög fyrir strengjakvartett

Kammersveit Reykjavíkur var stofnuð 1974 og hefur síðan haldið reglulega tónleika með kammertónlist, allt frá barokktímanum til nútímans. Markmiðið með stofnun hennar var að gefa áheyrendum kost á reglulegum tónleikum með kammertónlist og um leið að gefa hljóðfæraleikurunum tækifæri til að glíma við áhugaverð verkefni. Óhætt er að fullyrða Kammersveitinni hafi tekist ætlunarverk sitt því hún hefur átt fastan sess í tónlistarlífi höfuðborgarinnar síðan.

Félagar í Kammersveitinni eru virkir þátttakendur í tónlistarlífi Íslendinga, margir þeirra meðlimir í Sinfóníuhljómsveit Íslands og ýmsum öðrum hljómsveitum auk þess að stunda tónlistarkennslu. Rut Ingólfsdóttir hefur lengst af verið leiðari sveitarinnar og listrænn stjórnandi. Nú hefur Una Sveinbjarnardóttir tekið við sem konsertmeistari Kammersveitar Reykjavíkur. 

Kammersveit Reykjavíkur kemur fram í misstórum hópum, allt frá 3 til 40 manns, en stærð hópsins ræðst af þörfum tónverkanna hverju sinni. Nýlega kom út geislaplata á vegum Sono Luminus, Windbells, þar sem Kammersveitin leikur verk eftir Huga Guðmundsson. Geislaplatan hlaut tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2022.

Tónleikarnir eru um klukkustund og án hlés. Dagskrá hátíðarinnar má kynna sér hér.

Tónlistarhátíðin Myrkir músíkdagar er ein elsta tónlistarhátíð landsins, stofnuð árið 1980 af Tónskáldafélagi Íslands, sem vettvangur fyrir íslensk tónskáld til að fá verk sín flutt. Í dag er áhersla hátíðarinnar að flytja og kynna samtímatónlist með áherslu á nýja, íslenska tónlist og flytjendur í bland við erlend verk og erlenda flytjendur.


Viðburðahaldari

Myrkir músíkdagar

Miðaverð er sem hér segir:

A

3.500 kr.

Norðurljós

Þessi einstaki og fallegi salur á annarri hæð Hörpu hentar vel fyrir tónleika, ráðstefnur, sýningar, árshátíðir og hvers kyns mannamót.