Mín Harpa

Ljósmyndasamkeppni fyrir ungt fólk í Hörpu.

Mín Harpa er ljósmyndasamkeppni fyrir unga ljósmyndara þar sem þeim gefst tækifæri til að mynda Hörpu, umhverfið, viðburði og mannlífið í húsinu með sínum eigin hætti.

Harpa og Canon standa fyrir ljósmyndasamkeppni meðal ungs fólks í sumar sem ber heitið Mín Harpa. Samkeppninni lýkur með verðlaunaafhendingu og ljósmyndasýningu í Hörpu á Menningarnótt.

Í keppninni eru þrír aldursflokkar;

  • 6-9 ára (2014-2017)
  • 10-14 ára (2009-2013)
  • 15-18 ára (2004-2008)

Hugmyndin með keppninni er sjá Hörpu með augum unga fólksins og gefa þeim vettvang og tækifæri til að taka myndir í húsinu, af mannlífinu, umhverfinu og viðburðum. Þátttakendur geta komið í heimsókn í Hörpu þegar þeim hentar á opnunartíma hússins.

Innsending og reglur

Umsóknarfrestur er til og með 10 ágúst 2023. Veitt verða verðlaun fyrir bestu myndirnar í öllum aldursflokkum og ljósmyndasýning með afrakstri samkeppninnar opnuð í Hörpu á Menningarnótt. Athugið að ekki þarf að skrá sig sérstaklega í keppnina. Innsending á mynd jafngildir skráningu.

Myndin þarf að vera tekin inni í Hörpu eða fyrir utan í nærumhverfi Hörpu.

  • Hámark tvær myndir fyrir hvern þátttakanda.
  • Nafn og aldur þátttakanda. 
  • Stuttur texti sem lýsir myndinni, 1-2 setningar.
  • Nafn, netfang og símanúmer forráðamanns. 

Senda skal myndir og/eða fyrirspurnir á netfangið minharpa@harpa.is.

Ljósmyndasmiðjur Mín Harpa 20. maí 2023

Harpa að utan

Hjúpur

Eldborg

Myndir frá barna- og fjölskylduviðburðum