Tónlist, Sígild og samtímatónlist

Milano Brutal – Caput og pöru­piltar nýju tónlist­ar­innar á Sígildum sunnu­dögum

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

3.900 kr

Næsti viðburður

sunnudagur 8. janúar - 16:00

Salur

Norðurljós

Í tilefni af sextugsafmæli Atla Ingólfssonar er hér sett saman messa úr verkum hans og fjögurra félaga frá námsárunum í Mílanó. Þau eiga það sammerkt að leita að beinskeyttum og jafnvel groddalegum tóni handan við siðareglur nútímatónlistarinnar. Innblástur er sóttur í rokk eða pönktónlist, ofskynjunarlyf, utangarðsskáld, hávaða, erótík eða hvaðeina sem getur skafið smáborgaralegu slikjuna af kammertónlistinni. Þekktastur þeirra félaga er eflaust Fausto Romitelli sem segja má að hafi verið framvörður brútalískrar og vímukenndrar tónlistar. Hann var félögum sínum mikill innblástur og harmdauði þegar hann lést árið 2003. Tónleikarnir hefjast á verki Romitellis: Professor Bad Trip: Lesson no 1 og þeim lýkur á verki Atla frá 2009, Orgoras Speaks, þar sem klarinettusnillingarnir Beate Zelinsky og David Smeyers frá Köln eru í aðalhlutverki. Síðan eru verk fyrir hljóðfæri og rafrás eftir Riccardo Nova, Giovanni Verrando og Massimiliano Viel.

Mynd: Kristinn Ingvarsson

Viðburðahaldari

CAPUT

Miðaverð er sem hér segir:

A

3.900 kr.

Norðurljós

Þessi einstaki og fallegi salur á annarri hæð Hörpu hentar vel fyrir tónleika, ráðstefnur, sýningar, árshátíðir og hvers kyns mannamót.