tónlist, klassík, sinfóníuhljómsveit

Mendelssohn og Beethoven - Sinfóníuhljómsveit Íslands
Verð
3.000 - 9.200 kr
Næsti viðburður
fimmtudagur 8. febrúar - 19:30
Salur
Eldborg
EFNISSKRÁ
Charles Ives Sinfónía nr. 3
Felix Mendelssohn Fiðlukonsert í e-moll
Caroline Shaw Entr'acte
Ludwig van Beethoven Sinfónía nr. 8
HLJÓMSVEITARSTJÓRI
Ludovic Morlot
EINLEIKARI
Vadim Gluzman
Ísraelski fiðluleikarinn Vadim Gluzman er meðal fremstu
fiðluleikara samtímans og þekktur fyrir að blása nýjum lífs anda í verk frá
gullöld fiðlubókmenntanna á 19. og 20. öld. Á þessum tónleikum leikur hann hinn
sívinsæla fiðlukonsert Mendelssohns í e-moll, þann síðasta sem Mendelssohn lauk
við á sinni skömmu ævi.
Sinfónía Beethovens nr. 8 er ein af hans fjörmestu
tónsmíðum, full af gleði og gáska, og taldi Beethoven sjálfur hana meðal sinna
bestu verka. Til viðbótar við þessi þýsku öndvegisverk frá 19. öld hljóma á
tónleikunum tvö bandarísk verk af nýstárlegri toga. Sinfónía nr. 3 eftir
Charles Ives var samin 1904 en lá í skúffu tónskáldsins, sem starfaði sem
virðulegur tryggingasölumaður í dagvinnu, í ríflega 40 ár áður en hún var
frumflutt. Þannig var það reyndar með mörg af framsæknustu verkum hans, enda
voru þau á margan hátt á undan sinni samtíð.
Í Sinfóníu nr. 3 enduróma
minningar Ives um guðsþjónustur sem hann sótti í æsku og fléttast þar saman
gömul sálmalög svo úr verður heillandi óreiða. Caroline Shaw hlaut
Pulitzer-verðlaunin í tónlist 2013, aðeins þrítug að aldri, yngst í 70 ára sögu
verðlaunanna. Verkið sem hér hljómar er millispil fyrir strengjasveit,
innblásið af menúetti eftir Haydn og kallast skemmtilega á við hefð
Vínarklassíkurinnar.
Viðburðahaldari
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Miðaverð er sem hér segir:
A
7.800 kr.
B
6.300 kr.
C
4.800 kr.
D
3.000 kr.
X
9.200 kr.
Dagskrá
Eldborg
Eldborg er stærsti salur Hörpu þar sem öll hönnun og útfærsla skapar glæsilega umgjörð. Salurinn tekur allt að 1600 manns í sæti. Í Hörpuhorni, við glerhjúpinn á annarri hæð, er unnt að vera með standandi kaffiveitingar eða móttökur tengdar Eldborg.

Hápunktar í Hörpu