Mark­aðsmál

Harpa kappkostar að vera til fyrirmyndar í sjálfbærni og styður markaðsstarfið við þær mikilvægu áherslur að miðla réttu skilaboðunum til viðskiptavina og annarra hagaðila.

Starfsemi Hörpu er víðtæk og gegna markaðsmál lykilhlutverki að koma skilaboðum á framfæri til mismunandi markhópa. Harpa starfar á innlendum og alþjóðlegum vettvangi og sinnir minni jafnt sem stórviðburðum. Uppbygging vörumerkis og ásýndar Hörpu er mikilvægur þáttur í markaðsstarfinu. Vettvangur Hörpu er víða og er stuðst við alla hefðbundna miðla til að sinna markaðsstarfi auk þeirra eru bein samskipti mikilvægur hlekkur í samskiptum við viðskiptavini og þar ber hæst Vildarklúbburinn Hörpusveitin.

Hörpusveitin

Hörpusveitin er vildarklúbbur Hörpu þar sem meðlimir geta keypt miða í forsölu eða á sértilboði. Reglulega eru send út fréttabréf með upplýsingum um dagskrá og viðburði í Hörpu auk þeirra fríðinda og kjara sem Hörpusveitin nýtur.

Alls voru 50 fréttabréf send út árið 2022 sem telur yfir milljón pósta. Um 8-10.000 notendur opna að jafni hvert fréttabréf.

Meðlimir Hörpusveitarinnar eru ríflega 21.000 talsins. Allir geta verið í Hörpusveitinni. Skráðu þig hér.

Upptakturinn hlýtur YAMawards

Upptakturinn, tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna sem haldinn er árlega í Hörpu, hlaut í október 2022 alþjóðlegu verðlaunin YAMawards eða The Young Audiences Music Awards sem Besta þátttökuverkefnið fyrir ungmenni. Upptakturinn er afar mikilvægt verkefni sem Harpa er stolt að leiða. Barnamenning og tengsl barna við tónlist eru áherslumál hjá Hörpu og verðlaunin eru þakklát viðurkenning og hvatning til þeirra sem að þessu frábæra verkefni standa.

Afmælislag Hörpu vinnur Lúðurinn

Afmælislag Hörpu vann Lúðurinn í flokki viðburða á Íslensku auglýsingaverðlaununum föstudaginn 8. apríl 2022. Afmælislag Hörpu var stórt samfélagslegt verkefni með enn stærra hjarta þar sem börn voru í aðalhlutverki. Að laginu komu 80 börn sem eru jafngömul Hörpu og sýndu í sinni listsköpun hvað þeim þykir vænt um húsið sitt og það sem gerist innan veggja þess. Lagið fékk titilinn “Alveg eins og ég”.

Tilnefningar

Auk verðlauna hlaut Harpa eftirfarandi tilnefningar á árinu; Íslensku auglýsingaverðlaunin í flokknum Mörkun - ásýnd vörumerkis fyrir endurmörkun Hörpu. Tilnefningu til Íslensku vefverðlaunanna fyrir nýja vef harpa.is. Tilnefning til Íslensku hönnunarverðlaunanna fyrir Hljóðhimna, upplifunarrýmnis fyrir börn og fjölskyldur.

Markaðsrannsóknir

Viðhorfs- og þekkingarkönnun Maskínu

Maskína hefur framkvæmt viðhorfs- og þekkingarkönnun fyrir Hörpu haustið 2022. Markmiðið er að kanna viðhorf og þekkingu á Hörpu og starfsemi í húsinu. Framkvæmd var netkönnun meðal hóps af fólki dregnu af handahófi úr þjóðskrá. Svarendur voru alls 1176 talsins, 18 ára og eldri og áttu að endurspegla þjóðina út frá aldri, búsetu og menntun. Fjöldi svarenda skrifaði opið svar þegar þeir voru spurðir um viðhorf í garð Hörpu og hér má sjá nokkur þeirra.

Bygging Hörpu hefur gert frábæra hluti fyrir menningarlíf og ráðstefnuhald.

Elska þetta hús bara.

Falleg bygging og Íslandi til sóma.

Fallegt hús og frábært fyrir tónlistarflutning, ég er stolt af því að við Íslendingar skulum eiga Hörpu.

Fallegt hús sem býður upp á fjölbreytta menningarviðburði. Gaman að fara í Hörpu.

Gott menningarhús sem þarf að vera í samfélaginu.

Jákvæðni í garð Hörpu

Mjög jákvæð/ur/tt

Frekar jákvæð/ur/tt

Í meðallagi

Frekar neikvæð/ur/tt

Mjög neikvæð/ur/tt

28%44%26%3%0%

Ánægja með heimsókn í Hörpu

Mjög ánægð/ur/tt

Fremur ánægð/ur/tt

Í meðallagi

Mjög óánægð/ur/tt

Fremur óánægð/ur/tt

51%38%11%0%0%

Vörumerkjamæling Gallup

Gallup framkvæmdi vörumerkjamælingu fyrir Hörpu sumarið 2022. Markmiðið er að kanna stöðu vörumerkisins miðað við önnur vörumerki og breytingar frá fyrri mælingum. Framkvæmd var netkönnun þar sem mæld voru tæplega 300 vörumerki. Svarendur voru alls 9.743 úr Viðhorfahópi Gallup, 18 ára og eldri. Að lágmarki voru 400 svör fyrir hvert vörumerki.

Helstu niðurstöður úr könnuninni voru að Harpa er með háa vitund og sterka ímynd á markaði.

Viðhorf til vörumerkisins Harpa

Mjög jákvæð/ur/tt

Mjög neikvæð/ur/tt

Frekar jákvæð/ur/tt

Frekar neikvæð/ur/tt

Hvorki né

22%1%43%2%32%

Hversu vel eða illa þekkirðu vörumerkið Harpa?

Mjög vel

Frekar vel

Hvorki né

Frekar illa

Mjög illa

Ekkert

29%34%16%9%5%6%

HRINGÁTTA / CIRCULEIGHT

Hringátta er gagnvirk upplifunarsýning sem sækir innblástur í íslenska náttúru; hraunið og bergið, vatnið, gróðurinn, þörunga og örverur - andardrátt eldfjallanna og túlkar þannig heillandi hringrás lífsins. Högni Egilsson tónskáld samdi tónlistina við sýninguna en nýsköpunarlistahópurinn ARTECHOUSE hannaði sýninguna.

HRINGÁTTA / CIRCULEIGHT er fyrsta sýning ARTECHOUSE utan Bandaríkjanna og samstarfið við Hörpu markar þeirra fyrstu skref í að deila sýn sinni á tæknidrifnar upplifanir í listum á alþjóðlegum vettvangi. ARTECHOUSE er sjálfstæður nýsköpunarlisthópur sem vinnur í skurðpunkti listar, vísinda og tækni, með starfsstöðar í Washington DC, New York City, Miami og nú einnig í Reykjavík.

HRINGÁTTA / CIRCULEIGHT