rokk og popp, tónlist

Led Zeppelin heiðurstónleikar
Verð
6.990 - 12.990 kr
Næsti viðburður
föstudagur 9. febrúar - 18:00
Salur
Eldborg
Led Zeppelin er af mörgum talin ein áhrifamesta rokkhljómsveit allra tíma. Þeir eru meðal mest seldu listamanna heimsins og hafa selt um 300 milljón plötur á heimsvísu. Allar níu stúdíóplötur sveitarinnar komust á topp 10 á Billboard vinsældalistanum og 6 þeirra alla leið í fyrsta sæti.
Rolling Stone tímaritið lýsti þeim sem „the heaviest band of all times“ og „unquestionably one of the most enduring bands in rock history“.
Hljómsveitin var tekin inn í Rock and Roll Hall of Fame árið 1995.
Á þessum tónleikum verða spiluð bestu lög þessarar frábæru hljómsveitar.
The Vintage Caravan er ein kraftmesta tónleikasveit landsins og vinsældir hennar ná langt út fyrir landsteinana, eru þeir nýlega komnir heim úr vel heppnaðri tónleikaferð um Suður Ameríku.
Í október og nóvember 2023 spilar sveitinn einnig á fjölmörgum tónleikum í Evrópu.
Hljómsveitin er að túra um Evrópu og halda tæplega 30 tónleika víðsvegar um álfuna, meðal annars á Spáni, Frakklandi, Hollandi, Belgíu, Bretlandi og Ítalíu svo eitthvað sé nefnt.
Hér heima spiliðu þeir á tónleikum Trúbrots öll lögin af plötunni Lifun í Eldborg við góðan orðstýr.
Ekki missa af kraftmiklum tónleikum!
Fytjendur:
The Vintage Caravan
-
Óskar Logi Ágústsson
-
Alexander Örn Númason
-
Stefán Ari Stefánsson
Dagur Sigurðsson
Eyþór Ingi Gunnlaugsson
Matthías Matthíasson
Stefanía Svavarsdóttir
Viðburðahaldari
Dægurflugan
Miðaverð er sem hér segir:
A
11.990 kr.
B
9.990 kr.
C
9.990 kr.
D
9.990 kr.
X
12.990 kr.
Dagskrá
föstudagur 9. febrúar - 18:00
Eldborg
Eldborg er stærsti salur Hörpu þar sem öll hönnun og útfærsla skapar glæsilega umgjörð. Salurinn tekur allt að 1600 manns í sæti. Í Hörpuhorni, við glerhjúpinn á annarri hæð, er unnt að vera með standandi kaffiveitingar eða móttökur tengdar Eldborg.

Hápunktar í Hörpu