tónlist, klassík, sinfóníuhljómsveit

Kozhukhin leikur Brahms - Sinfóníuhljómsveit Íslands
Verð
3.000 - 9.200 kr
Næsti viðburður
fimmtudagur 14. mars - 19:30
Salur
Eldborg
EFNISSKRÁ
Franz Schubert
Sinfónía nr. 3
Hafliði
Hallgrímsson Fjórar hljómsveitarmyndi
Johannes Brahms
Píanókonsert nr. 1
HLJÓMSVEITARSTJÓRI
Eva Ollikainen
EINLEIKARI
Denis Kozhukhin
Rússneski
píanóleikarinn Denis Kozhukhin er íslenskum tónleikagestum að góðu kunnur en
flutningur hans á öðrum píanókonserti Prokofíev með sveitinni í febrúar 2019
var að mati gagnrýnanda Fréttablaðsins „einhver mesta flugeldasýning sem maður
hefur upplifað í Eldborginni í Hörpu“. Kozhukhin þurfti að hverfa frá
fyrirhuguðum tónleikum sínum á meðan á heimsfaraldrinum stóð og er því sérlega
ánægjulegt að bjóða hann velkominn á svið Eldborgar á ný, nú til þess að leika
hinn stórbrotna fyrri píanókonsert Johannesar Brahms. Konsertinn er geysistór í
sniðum og innblásinn af sterkum tilfinningum hins unga Brahms í garð hjónanna
Clöru og Roberts Schumann, en Robert lést á meðan verkið var í smíðum.
Hafliði
Hallgrímsson hefur verið í fremstu röð íslenskra tónskálda um áratugabil og á
að baki fjölbreyttan og glæsilegan feril, bæði sem tónskáld og sem
sellóleikari. Hann hefur hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir tónlist sína,
til að mynda Tónskáldaverðlaun Norðurlandaráðs árið 1986 fyrir fiðlukonsertinn
Poemi. Það er sérstakt gleðiefni að geta frumflutt nýtt hljómsveitarverk eftir
Hafliða, sem fagnaði áttræðisafmæli haustið 2021.
Tónleikarnir hefjast á hinni
fjörmiklu þriðju sinfóníu Schuberts, verki sem tónskáldið samdi átján ára
gamall á tímabili ótrúlegrar sköpunargleði.
Viðburðahaldari
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Miðaverð er sem hér segir:
A
7.800 kr.
B
6.300 kr.
C
4.800 kr.
D
3.000 kr.
X
9.200 kr.
Dagskrá
Eldborg
Eldborg er stærsti salur Hörpu þar sem öll hönnun og útfærsla skapar glæsilega umgjörð. Salurinn tekur allt að 1600 manns í sæti. Í Hörpuhorni, við glerhjúpinn á annarri hæð, er unnt að vera með standandi kaffiveitingar eða móttökur tengdar Eldborg.

Hápunktar í Hörpu