tónleikar, sígild og samtímatónlist

Kostum drepur kvenna / karla ofríki

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

3.900 kr

Næsti viðburður

mánudagur 27. nóvember - 20:00

Salur

Norðurljós

Tónlistarhópurinn KIMI hefur undanfarin ár verið að hasla sér völl á sviði samtímatónlistar bæði hérlendis og erlendis. Hópurinn samanstendur af Jónasi Ásgeiri Ásgeirssyni harmóníkuleikara, Katerinu Anagnostidou slagverksleikara og Þórgunni Önnu Örnólfsdóttur söngkonu, og einblínir einkum á flutning nýrra verka sem samin eru fyrir sérstæða hljóðfærasamsetningu hópsins, í bland við eigin útsetningar á þjóðlagatónlist frá sínum heimalöndum - Íslandi og Grikklandi.

Að þessu sinni mun KIMI frumflytja þrjú ný verk eftir íslensk tónskáld. Efnisskráin hverfist um sterkar kvenpersónur sem gegnum tíðina hafa ýmist vakið hneykslun eða aðdáun - en altént verið mörgum innblástur til listsköpunar allt fram á okkar daga. Verk Ásbjargar Jónsdóttur ber yfirskriftina „Kostum drepur kvenna / karla ofríki“ - og er tilvitnun í hetjukvæðið Atlamál hin grænlensku. Verkið fjallar um Guðrúnu Gjúkadóttur, eina af höfuðpersónum hetjukvæða Eddu, en sagan segir að hún hafi matreitt syni sína fyrir eiginmann sinn, Atla Húnakonung. Verk Huga Guðmundssonar, „MEDEA VERSES“ byggir á grísku goðsögunni um Medeu, sem líkt og Guðrún banaði börnum sínum í hefndarskyni. Efniviðurinn er hér sóttur í leikrit Evripídesar um Medeu sem samið var árið 431 f.kr. Verkið Livia’s Room eftir Þuríði Jónsdóttur byggir á tónlist úr samnefndu leikverki eftir norska leikskáldið Lene Therese Teigen. Verkið hverfist um einkaherbergi Liviu Drusillu (f. 59 f.kr.), fyrstu keisaraynju Rómaveldis, sem hafði að geyma einstakt vegglistaverk - sem þó hlaut slæma útreið og féll síðar í gleymsku líkt og margar kvennanna sem þar dvöldu.

Efnisskrá
Ásbjörg Jónsdóttir: Kostum kvenna drepur karla ofríki (2023) [frumflutningur]
Hugi Guðmundsson: MEDEA VERSES (2022) [íslenskur frumflutningur]
Þuríður Jónsdóttir: Livia's Room (2022/2023) [frumflutningur á tónleikaútgáfu]

Tónleikarnir hlutu styrk frá tónlistarsjóði Rannís og Ýli - tónleikasjóð Hörpu fyrir ungt fólk.

Myndir: Juliette Rowland

Viðburðahaldari

Tónlistarhópurinn KIMI

Miðaverð er sem hér segir:

A

3.900 kr.

Norðurljós

Þessi einstaki og fallegi salur á annarri hæð Hörpu hentar vel fyrir tónleika, ráðstefnur, sýningar, árshátíðir og hvers kyns mannamót.