Tónlist, Klassík

Kordo kvart­ettinn leikur Beet­hoven og Mendels­sohn

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

2.000 - 3.900 kr

Næsti viðburður

sunnudagur 19. desember - 16:00

Salur

Norðurljós

Kordo kvartettinn fagnar því að 251 ár er liðið frá fæðingu Ludwigs van Beethoven með því að flytja eitt helsta kammerverk hans, kvartett nr. 15 op. 132 í a-moll. Kvartettinn er einn af lengstu kvartettum Beethovens og var saminn tveimur árum fyrir dauða tónskáldsins, þegar hann einbeitti sér öðru fremur að skrifum strengjakvartetta.

Á tónleikunum mun Kordo einnig leika strengjakvartett nr. 2 op. 13 eftir Felix Mendelssohn, sem fæddist fyrir 212 árum. Kvartettinn er einnig í a-moll og undir miklum áhrifum af kvartettum Beethovens, og sér í lagi þeim fimmtánda. Hægt er að heyra vitnað í ótal stef úr kvartett Beethovens í þessu verki, og einnig hvernig Mendelssohn þróaði áfram form og byggingu sem Beethoven vann með í sínum kvartettum

Einstakt tækifæri til að heyra tvö meistarastykki hvort á eftir öðru á einum og sömu tónleikum.

Upphaflega áttu þeir að fara fram á 250 ára afmælisdegi Beethovens í fyrra en var frestað vegna samkomutakmarkana.

Kordo kvartettinn var stofnaður síðla sumars 2018 og hélt sína fyrstu tónleika í Norðurljósasal Hörpu í febrúar 2019. Tónleikarnir voru teknir upp af Ríkisútvarpinu. Tónleikarnir hlutu mikið lof gagnrýnenda sem sögðu hann skipa sér í röð fremstu kammerhópa landsins. Kvartettinn hefur komið fram í Reykjavík Classics tónleikaröðinni í Hörpu og Tíbrár-röð Salarins. Í júní hélt Kordo kvartettinn tónleika í Norræna húsinu og lék strengjakvartetta eftir Joseph Haydn og Wolfgang Amadeus Mozart og í september síðastliðnum kom hann fram í Kammermúsíkklúbbnum í Norðurljósasal Hörpu.

Kordo kvartettinn skipa fiðluleikararnir Páll Palomares og Vera Panitch, víóluleikarinn Þórarinn Már Baldursson og sellóleikarinn Hrafnkell Orri Egilsson.


Miðaverð er sem hér segir:

A

3.900 kr.

Norðurljós

Þessi einstaki og fallegi salur á annarri hæð Hörpu hentar vel fyrir tónleika, ráðstefnur, sýningar, árshátíðir og hvers kyns mannamót.