tónlist, klassík

Korda Samfónía
Verð
3.000 kr
Næsti viðburður
mánudagur 22. maí - 19:30
Salur
Silfurberg
Verið
velkomin á stórtónleika Kordu Samfónía, óvenjulegustu hljómsveitar landsins.
Korda samanstendur af faglegu tónlistarfólki, nemendum úr Listaháskóla Íslands
og fólki sem hefur orðið fyrir áföllum og eru á mismunandi stöðum í
endurhæfingaferli. Korda eru því ýmist þaulreyndir hljóðfæraleikarar eða hafa
aldrei lagt stund á tónlist fyrr, en útkoman er hreint mögnuð!
Í Kordu Samfóníu skapast einstakt og opið umhverfi til tónsköpunar og metnaður
fyrir listrænu gildi, en hljómsveitin einkennist af jafnrétti og stuðningsríku
og skapandi umhverfi. Kordu er stýrt af Sigrúnu Sævarsdóttur Griffiths.
Korda Samfónía er studd af Tónlistarborginni Reykjavík, Listaháskóla Íslands, endurhæfingarstöðvum, Geðhjálp, Borgarsjóði, Lýðheilsusjóði og Hörpu.
Viðburðahaldari
Korda Samfónía
Miðaverð er sem hér segir:
A
3.000 kr.
Dagskrá
Silfurberg
Silfurberg er helsti ráðstefnusalur Hörpu og er tilvalinn fyrir hvers kyns viðburði, veislur, sýningar eða tónleika.

Hápunktar í Hörpu