börn og fjölskyldan, klassík, tónlist

Klass­íski krakka­dag­urinn í Hörpu

Verð

0 kr

Næsti viðburður

laugardagur 20. apríl - 11:30

Salur

Harpa

Klassíski krakkadagurinn í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands, Bamberg sinfóníuhljómsveitina og íslenska tónlistarskóla.

Í tilefni komu Bamberg sinfóníuhljómsveitarinnar sem heldur tónleika í Eldborg að kvöldi 20. apríl verður Klassíski krakkadagurinn haldinn í fyrsta sinn í Hörpu.

Klassíski krakkadagurinn er í raun stórmerkilegur viðburður því í fyrsta sinn í sögu Hörpu, og örugglega í íslenskri tónlistarsögu, bjóða tvær sinfóníuhljómsveitir upp á dagskrá fyrir börn og fjölskyldur. Auk þess óma opin rými Hörpu þegar nemendur úr tónlistarskólum koma fram sem hluti af dagskrá Klassíska krakkadagsins.

Dagskráin hefst kl. 11.30 með barnastund Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem fer fram í Flóa.

Bamberg sinfóníuhljómsveitin heldur fjölskyldutónleika kl. 13 í Eldborg þar sem hægt verður að fræðast um hljóðfærin sem mynda sinfóníuhljómsveitina í gegnum hinn magnaða forleik Tannhäuser. Tónlistar- og dagskrárgerðarkonan Ingibjörg Fríða Helgadóttir verður kynnir á fjölskyldutónleikum Bamberg.
Athugið að bóka þarf miða á fjölskyldutónleika Bamberg, miðaafhending hefst 2. apríl kl. 10 - hér má ná í miða

Á milli þess sem þessar tvær sinfóníuhljómsveitir bjóða upp á dagskrá fyrir hressa krakka, og frameftir degi munu nemendur úr ýmsum tónlistarskólum flytja tónlist í opnum rýmum Hörpu.

Þetta verður einstakur dagur í tónlistarhúsi þjóðarinnar þar sem tónlist verður flutt bæði af fagfólki fyrir börn og af börnum fyrir gesti og gangandi. Eins og öll fjölskyldudagskrá á vegum Hörpu er hún ókeypis og öllum aðgengileg.

Deginum lýkur svo með glæsilegum tónleikum að kvöldi laugardags þegar Bamberg sinfóníuhljómsveitin heldur stjörnum prýdda tónleika ásamt Hélène Grimaud undir stjórn Jakub Hruša.

Nánari upplýsingar um þá er að finna á harpa.is/bambergsinfonian


Viðburðahaldari

Harpa

Miðaverð er sem hér segir:

Dagskrá

laugardagur 20. apríl - 11:30