tónlist, börn og fjölskyldan

Klapp klapp stapp stapp

Verð

0 kr

Næsti viðburður

laugardagur 18. mars - 13:00

Salur

Hörpuhorn

Hvaða tónlist geturðu fundið í öllum menningarsamfélögum?

Klappleiki barna!

Komið með okkur í tónlistarferðalag um heiminn, einu hljóðfærin sem við þurfum að taka með okkur erum við sjálf.

Sigurður Ingi Einarsson og Ingibjörg Fríða Helgadóttir eru reyndir smiðjuleiðbenendur og tónlistarfólk. Hann er slagverksleikari og hún er söngkona og saman munu þau leiða þátttakendur í klappi, stappi og söng!

Smiðjan er ætluð börnum frá 5 ára aldri og er hugsuð sem gæðastund fyrir börn og foreldra. Hún er um 40 mínútur að lengd og verður haldin í Hörpuhorni á annarri hæð Hörpu.  Ókeypis aðgangur og öll velkomin.


Viðburðahaldari

Harpa

Miðaverð er sem hér segir:

A

0 kr.

Dagskrá

laugardagur 18. mars - 13:00