tónlist, jazz, aðventa

Kári Egilsson og hljómsveit - Múlinn Jazzklúbbur
Verð
3.900 kr
Næsti viðburður
miðvikudagur 8. febrúar - 20:00
Salur
Björtuloft
ÓRÓAPÚLS / Kári Egilsson og hljómsveit
Jóel Pálsson, saxófónn
Kári Egilsson, píanó
Nico Moreaux, bassi
Matthías M.D. Hemstock, trommur
Hinn ungi píanóleikari og tónskáld Kári Egilsson leikur ásamt
úrvalstónlistarmönnum lög sem flest eru af fyrstu jazzplötu Kára sem
kemur út nú snemma árs og nefnist Óróapúls. Kári er tvítugur að
aldri. Hann lauk prófi í klassískum píanóleik frá MÍT árið 2021 og
framhaldsprófi í jazzpíanóleik 2022. Hann er nú nemandi í Berklee College
of Music í Boston. Tónsmíðarnar eru fjölbreyttar, en flestar
melódískar.
Viðburðahaldari
Múlinn Jazzklúbbur
Miðaverð er sem hér segir:
A
3.900 kr.
Dagskrá
miðvikudagur 8. febrúar - 20:00
Björtuloft
Björtuloft eru glæsileg og óvenjuleg umgjörð fyrir veislur, móttökur, einkasamkvæmi og fundi. Salurinn er á tveimur hæðum með stórbrotnu útsýni yfir borgina. Á neðri hæð er fastur bar og útgengi á svalir með útsýni yfir höfnina.

Hápunktar í Hörpu