tónlist, jól, jól

Jól í Eldborg: Hera Björk & Margrét Eir syngja jólaperlur Frostrósa
Verð
7.990 - 14.990 kr
Næsti viðburður
föstudagur 8. desember - 17:30
Salur
Eldborg
Búðu þig undir ógleymanleg Jól í Eldborg.
Þökkum frábærar viðtökur. Aukatónleikar komnir í sölu!
Stórsöngkonurnar Hera Björk og Margrét Eir munu flytja helstu jólaperlur
Frostrósa á einstökum jólatónleikum.
Þær Heru og Margréti þarf vart að kynna. Þær hafa verið vinkonur í yfir 30 ár
og voru þær söngkonur sem oftast heiðruðu svið Frostrósa. Þær ætla á ný að
töfra fram einstök augnablik er þær leiða viðstadda inn í fallegan jólaheim.
Öll umgjörð verður hin glæsilegasta og með þeim verða á sviði einvala hljómsveit,
strengjasveit, frábærir kórar og góðir gestir. Má þar nefna þau Dísellu
Lárusdóttur Grammy verðlaunahafa og Ara Ólafsson sem er án vafa einn
efnilegasti söngvari þjóðarinnar.
Dísella kom fram með Frostrósum árin 2008 og 2011 þar sem hún skapaði
ógleymanlegt augnablik er hún flutti dúett með Garðari Thór Cortes beint frá
New York.
Ari Ólafsson var gestur á Frostrósir Klassík 2011 ungur að árum og söng þar
dúett með engri annari en Sissel Kirkjebø.
Flestir Íslendingar þekkja Frostrósatónleikana sem haldnir voru
ár hvert í 12 ár samfleytt frá 2002-1013. Yfir 30.000 manns sóttu tónleikana
árlega þegar mest var og eiga margir þaðan ljúfar minningar. Lögin lifa áfram
og hvert mannsbarn þekkir lög eins og Dansaðu vindur, Hungurinn fer hærra og Af
álfum svo nokkur séu nefnd.
Í ár eru 10 ár frá lokatónleikunum og því við hæfi að þær Hera og Margrét rifji
upp eftirlætis lögin og bjóði tónleikagestum í dásamlegt ferðalag í tónum og
leiði viðstadda í sanna jólastemningu.
Sjáumst í Eldborg 8. desember.
Viðburðahaldari
Frost
Miðaverð er sem hér segir:
A
12.990 kr.
B
11.990 kr.
C
9.990 kr.
D
7.990 kr.
X
14.990 kr.
Dagskrá
föstudagur 8. desember - 17:30
Eldborg
Eldborg er stærsti salur Hörpu þar sem öll hönnun og útfærsla skapar glæsilega umgjörð. Salurinn tekur allt að 1600 manns í sæti. Í Hörpuhorni, við glerhjúpinn á annarri hæð, er unnt að vera með standandi kaffiveitingar eða móttökur tengdar Eldborg.

Hápunktar í Hörpu