tónlist, klassík, sinfóníuhljómsveit

Jóhann Jóhannsson og Philip Glass - Sinfóníuhljómsveit Íslands
Verð
3.000 - 9.200 kr
Næsti viðburður
fimmtudagur 28. september - 19:30
Salur
Eldborg
EFNISSKRÁ
Jóhann Jóhannsson
Virðulegu forsetar (Part 1.0)
Philip Glass
Sinfónía nr. 1
Jóhann Jóhannsson
Odi et Amo
Jóhann Jóhannsson
A Prayer to the Dynamo
HLJÓMSVEITARSTJÓRI
Daníel Bjarnason
EINSÖNGVARI
Jóna G.
Kolbrúnardóttir
Jóhann Jóhannsson
var eitt þekktasta kvikmyndatónskáld samtímans þegar hann féll frá langt fyrir
aldur fram árið 2018. Hann hlaut meðal annars Golden Globe verðlaunin árið 2014
og var tvívegis tilnefndur til Óskarsverðlauna.
Á þessum útgáfutónleikum fagnar
Sinfóníuhljómsveit Íslands nýrri hljómplötu sveitarinnar undir merkjum þýska
útgáfurisans Deutsche Grammophon á verki Jóhanns, A Prayer to the Dynamo.
Tónskáldið samdi verkið að beiðni tónlistarhátíðarinnar í Winnipeg 2012 og
kallast það á við skrif bandaríska sagnfræðingsins Henry Adams sem varð fyrir
djúpstæðri reynslu í „sal hinna miklu rafala“ á heimssýningunni í París árið
1900.
Undur nýjustu tækni og vísinda fengu Adams til þess að velta fyrir sér
framtíð mannsandans og spyrja spurninga sem ekki eiga síður vel við nú á dögum
tölvutækni og gervigreindar.
Á tónleikunum hljómar einnig hin heillandi og
leiðslukennda sinfónía nr. 1 eftir Philip Glass en hún byggir á hljómplötu
Davids Bowie, Low, frá árinu 1977.
Til viðbótar eru á efnisskrá tvö smáverk úr
smiðju Jóhanns: Lúðraþyturinn úr upphafi verksins Virðulegu forsetar frá árinu
2004, og angurværi söngurinn Odi et Amo úr leikritinu Englabörnum frá 2002.
Viðburðahaldari
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Miðaverð er sem hér segir:
A
7.800 kr.
B
6.300 kr.
C
4.800 kr.
D
3.000 kr.
X
9.200 kr.
Dagskrá
fimmtudagur 28. september - 19:30
Eldborg
Eldborg er stærsti salur Hörpu þar sem öll hönnun og útfærsla skapar glæsilega umgjörð. Salurinn tekur allt að 1600 manns í sæti. Í Hörpuhorni, við glerhjúpinn á annarri hæð, er unnt að vera með standandi kaffiveitingar eða móttökur tengdar Eldborg.

Hápunktar í Hörpu