tónlist, klassík, sinfóníuhljómsveit

Johan Dalene leikur Korngold - Sinfóníuhljómsveit Íslands
Verð
3.000 - 9.200 kr
Næsti viðburður
föstudagur 24. maí - 19:30
Salur
Eldborg
EFNISSKRÁ
Samuel Barber School for Scandal, forleikur
Erich Wolfgang Korngold Fiðlukonsert
Béla Bartók Konsert fyrir hljómsveit
HLJÓMSVEITARSTJÓRI
Roderick Cox
EINLEIKARI
Johan Dalene
„Ein besta fiðlufrumraun áratugarins,“ sagði gagnrýnandi BBC Music Magazine um fyrsta geisladisk Johans Dalene, sænska fiðlusnillingsins sem er aðeins 22 ára að aldri en hefur þegar lagt tónlistarheiminn að fótum sér. Nýlega valdi tónlistartímaritið Gramophone hann á lista tíu tónlistarmanna sem móta munu klassíska tónlist á 21. öldinni.
Á þessum tónleikum leikur Dalene hinn glæsilega fiðlukonsert Korngolds, hrífandi verk sem sýnir allar bestu hliðar einleikarans. Korngold var í aðra röndina kvikmyndatónskáld og má segja að frásagnargáfa og litadýrð fiðlukonserts hans gefi hinum myndræna miðli ekkert eftir þegar kemur að því að örva ímyndunaraflið.
Konsert Bartóks fyrir hljómsveit er sömuleiðis innblásið verk sem reynir á hvern einasta hljóðfæraleikara sveitarinnar og spannar allt frá tregablandinni angurværð til æsilegra danskafla. Upphafsverk tónleikanna býr einnig yfir hugmyndaauðgi og fjöri, en það er konsertforleikur Samuels Barber, saminn fyrir leikrit Richards Brinsley Sheridan, The School for Scandal. Barber samdi verkið meðan hann var enn við nám og hjálpaði það til við að koma tónskáldinu unga á kortið.
Viðburðahaldari
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Miðaverð er sem hér segir:
A
7.800 kr.
B
6.300 kr.
C
4.800 kr.
D
3.000 kr.
X
9.200 kr.
Dagskrá
Eldborg
Eldborg er stærsti salur Hörpu þar sem öll hönnun og útfærsla skapar glæsilega umgjörð. Salurinn tekur allt að 1600 manns í sæti. Í Hörpuhorni, við glerhjúpinn á annarri hæð, er unnt að vera með standandi kaffiveitingar eða móttökur tengdar Eldborg.

Hápunktar í Hörpu