tónlist, rokk og popp

Jamie Cullum

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

7.990 - 13.990 kr

Næsti viðburður

miðvikudagur 15. mars - 20:00

Salur

Eldborg

Breski tón­list­armaður­inn og  pí­anósnill­ing­ur­inn Jamie Cull­um mun koma fram á tón­leik­um í Hörpu þann 15. mars.

Það er mikill fengur af því fyrir íslenska tónlistarunnendur að fá Jamie Cullum til Íslands. Jamie Cullum hefur lengi verið með allra vinsælustu tónlistarmönnum Bretlands og árið 2003 var hann þegar orðinn sá jazz tónlistarmaður sem flestar plötur hefur selt. Jamie Cullum er ásamt Norah Jones og Diane Krall talinn frumkvöðull í því að brúa bilið á milli jass og nútíma popptónlistar.

Á tónleikum þykir Jamie Cullum einstaklega flottur og blandar hann saman eigin tónsmiðum og gömlum standördum úr jass og popp sögunni. Fjölbreyttur stíll Jamie, bæði sem söngvari og hljóðfæraleikari hefur fært honum fjöldamörg verðlaun; meðal annars Grammy og Brit verðlaun auk þess að fá Golden Globe verðlaunin fyrir í tónlistina úr mynd Clint Eastwood “Gran Torino”.

Auk þess að vera vinsæll tónlistarmaður þykir Jamie einstaklega skemmtilegur og léttur náungi, hann heldur úti vikulegum jass-þætti á BBC1 sem hefur slegið öll hlustunarmet og fengið aragrúa verðlauna. Meðal gesta út útvarpsþáttunum eru t.a.m. Paul McCartney, Gil-Scott Heron, Paul Simon, Cleo Laine, Clint Eastwood, Dave Brubeck, Martin Freeman, Kate Bush og trommuleikari Metallicu Lars Ulrich.

Það má því búast við frábærri skemmtun í Hörpu í mars þegar Jamie og hljómsveit hans stíga svið Eldborgar.


Viðburðahaldari

Tónleikur

Miðaverð er sem hér segir:

A

11.990 kr.

C

9.990 kr.

D

7.990 kr.

X

13.990 kr.

Eldborg

Eldborg er stærsti salur Hörpu þar sem öll hönnun og útfærsla skapar glæsilega umgjörð. Salurinn tekur allt að 1600 manns í sæti. Í Hörpuhorni, við glerhjúpinn á annarri hæð, er unnt að vera með standandi kaffiveitingar eða móttökur tengdar Eldborg.