kór, sígild og samtímatónlist, tónlist

Hörpugaldur - vortón­leikar Spectrum

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

4.900 kr

Næsti viðburður

miðvikudagur 24. apríl - 20:00

Salur

Norðurljós

Á vortónleikum Spectrum ætlar kórinn alla leið með kjörorðin sín gleði – gæði – galdur. Spectrum, sem hefur orð á sér fyrir að vera hreyfanlegur og uppátækjasamur kór, ætlar að nota allt plássið og búnaðinn í þessum stóra sal til að búa til svolítinn kórgjörning og galdra vorgleðina í tónleikagesti. Á dagskrá verða meðal annars tvö glæný verk sem tónskáldið Helga Margrét Marzellíusardóttir vann með Spectrum, auk hinnar einstöku blöndu Spectrum af gömlum og nýjum, innlendum og erlendum kórlögum í gæðaútsetningum.

Spectrum hefur skapað sér nafn sem óhefðbundinn kór, hópur sem kemur á óvart og sem hefur náð að víkka út skilgreininguna á því hvað kór er. Viðfangsefni Spectrum eru samtímatónlist og vandaðar útsetningar af dægur- og þjóðlögum en í Spectrum er fólk með mikla söngreynslu. Spectrum hefur náð góðum árangri í kórakeppnum heima og erlendis og efnir til samstarfs við aðra kóra og tónlistarmenn. Spectrum hefur unnið með reyndum leiðbeinendum í faginu, nýlega til dæmis með þremur Grammy-verðlaunahöfum, þeim Michael McGlynn, stjórnanda Anúna, Paul Phoenix, fyrrum söngvara King’s Singers og nú síðast undir stjórn Eric Whitacre á samnefndri hátíð í Eldborg sl. september. Stjórnandi Spectrum er Ingveldur Ýr söngkona sem er vel þekkt í íslensku tónlistarlífi.

Viðburðahaldari

Spectrum

Miðaverð er sem hér segir:

A

4.900 kr.

Norðurljós

Þessi einstaki og fallegi salur á annarri hæð Hörpu hentar vel fyrir tónleika, ráðstefnur, sýningar, árshátíðir og hvers kyns mannamót.