tónlist, kór, ókeypis viðburður

Hljóm­fé­lagið

Verð

0 kr

Næsti viðburður

sunnudagur 4. júní - 14:00

Salur

Hörpuhorn

Hljómfélagið er blandaður 50 manna kór sem syngur undir stjórn Fjólu Kristínar Nikulásdóttur. Hljómfélagið var stofnað á vormánuðum 2015, en hugmyndin kviknaði hjá nokkrum fyrrum skólafélögum sem sungu lengi saman í Skólakór Kársness. Hljómfélagið hefur vaxið hratt og skipar nú tæplega fimmtíu manns á aldrinum 25 til 45 ára sem koma víða að. Kórinn hefur haldið vel sótta jólatónleika frá stofnun auk vortónleika og flutt m.a. Misa Criolla eftir Ramirez með hljómsveit og einsöngvara. Hljómfélagið kom einnig fram á jólatónleikum Jethro Tull í Hallgrímskirkju, sem gestakór á stórtónleikum Karlakórsins Heimis í Eldborgarsal Hörpu og nú síðast í Norðurljósasal Hörpu þar sem Hljómfélagið flutti Carmina Burana í samvinnu við Selkórinn og Skólakór Kársness. Hljómfélagið er metnaðargjarn kór og hefur gaman af því að flytja ný íslensk verk en hrífst einnig af öllu litrófi kórtónlistarinnar.

Prógrammið samanstendur af kórperlum frá hinum ýmsu löndum.Viðburðahaldari

Harpa

Miðaverð er sem hér segir:

A

0 kr.

Dagskrá

sunnudagur 4. júní - 14:00