tónlist, jazz, aðventa

Hjal kvartett - Múlinn Jazzklúbbur
Verð
3.900 kr
Næsti viðburður
miðvikudagur 5. apríl - 20:00
Salur
Björtuloft
Hjal kvartett
Albert Soölvi Óskarsson, saxófónn
Jón Ómar Árnason, gítar
Birgir Steinn Theodórsson, bassi
Helge Haahr, trommur
HJAL kvartett hefur undanfarið látið að sér kveða með tónleikahaldi þar sem tónsmíðar eftir Jón Ómar Árnason og Albert Sölva Óskarsson hafa verið í forgrunni. Áhrifin koma víða að en í grunninn er þetta módernískur jazz, bragðbættur með kryddi úr fönki, blús og jafnvel einhvers konar alþýðu- eða sveitatónlist. Nafnið HJAL vísar í samtal eða að tala saman og er það lýsandi fyrir tónlist kvartettsins. Nú hafa nokkrar tónsmíðar orðið til sem ætlunin er að hljóðrita á fyrsta ársfjórðungi 2023 og gefa út síðar sama ár. Meðlimir kvartettsins hafa allir komið víða við á hinni íslensku jazzsenu. Um tónleika HJAL á Jazzhátíð Reykjavikur árið 2022 hafði franski blaðamaðurinn Matthieu Jouan hjá tímaritinu Citizen Jazz þetta að segja: „Tónlistin kallar fram andrúmsloft jazzklúbba Parísar á tíunda áratugnum, blöndu af post-bop standördum og eigin tónsmíðum, mjög amerískur hljómur, góð tækni. Hlýlegur og rausnarlegur jazz, leikinn af ástríðu og ánægju."
Viðburðahaldari
Múlinn Jazzklúbbur
Miðaverð er sem hér segir:
A
3.900 kr.
Dagskrá
Björtuloft
Björtuloft eru glæsileg og óvenjuleg umgjörð fyrir veislur, móttökur, einkasamkvæmi og fundi. Salurinn er á tveimur hæðum með stórbrotnu útsýni yfir borgina. Á neðri hæð er fastur bar og útgengi á svalir með útsýni yfir höfnina.

Hápunktar í Hörpu