Tónlist

Hips­um­haps í Hörpu

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

5.990 kr

Næsti viðburður

föstudagur 12. nóvember - 20:30

Salur

Eldborg

Ágæta fólk,

Þann 12. nóvember árið 2021 mun Hipsumhaps halda kærkomna tónleika í Eldborgarsal Hörpu í samstarfi við Tuborg, Red Bull og Votlendissjóð.

Hipsumhaps steig fyrst fram á sjónarsviðið árið 2019 með plötunni ‘Best gleymdu leyndarmálin.’ Platan hlaut frábærar móttökur frá íslenskri alþýðu og lög á borð við ‘LSMLÍ (lífið sem mig langar í)’, ‘Bleik ský’ og ‘Fyrsta ástin’ ómuðu í tækjum allra landsmanna. Hipsumhaps landaði þá tvennum verðlaunum á Íslensku tónlistarverðlaununum - í flokkunum Bjartasta vonin og Lag ársins í rokki.

Í miðjum heimsfaraldri varð til samtímaverkið ‘Lög síns tíma’ sem að leit dagsins ljós í maí á þessu ári. Þessir tónleikar munu marka ákveðin tímamót þar sem að platan verður leikin í síðasta sinn. Eitt af þemum plötunnar eru baráttumál náttúrunnar, einna helst í samhengi við þá staðreynd að sumir hlutir eru ekki varanlegir. Eins og t.d. jöklar landsins, eitt helsta einkenni íslenskrar náttúru, sem að nú eru komnir á tímalínu vegna hlýnun jarðar.

Fram að 1. janúar 2022 verður hægt að eignast stafrænt eintak af plötunni í gegnum heimasíðu okkar sem verður uppfærð á næstu misserum. Eftir það verður platan ekki lengur aðgengileg á streymisveitum og ber hún þar með nafn með rentu. Lög síns tíma. Hluti af sölu plötunnar mun renna í Votlendissjóð og þeirra frábæru starfsemi í baráttunni við endurheimt votlendis.

Við hvetjum ykkur öll til þess að fara út, fagna lífinu, og eiga gott kvöld með fjölskyldu og vinum. Lífið er núna.

Rokk og ról 

Hipsumhaps


Miðaverð er sem hér segir:

A

5.990 kr.

Eldborg

Eldborg er stærsti salur Hörpu þar sem öll hönnun og útfærsla skapar glæsilega umgjörð. Salurinn tekur allt að 1600 manns í sæti. Í Hörpuhorni, við glerhjúpinn á annarri hæð, er unnt að vera með standandi kaffiveitingar eða móttökur tengdar Eldborg.