börn og fjölskyldan, klassík, ókeypis viðburður, sígild og samtímatónlist, tónlist

Hill­grove Band and Orchestra skóla­hljóm­sveitin frá Banda­ríkj­unum.

Verð

0 kr

Næsti viðburður

miðvikudagur 3. apríl - 18:00

Salur

Norðurljós

Hillgrove Band and Orchestra skólahljómsveitin frá Bandaríkjunum býður til tónleika í Norðurljósum í Hörpu. Skólahljómsveit Grafarvogs kemur einnig fram á tónleikunum, en aðgangur er ókeypis.

Hillgrove High School skólinn var stofnaður árið 2006, en Hillgrove er staðsett í Powder Springs, í úthverfi Atlanta í Georgíufylki Bandaríkjanna. Hillgrove hefur frá fyrstu tíð haldið úti metnaðarfullu tónlistarstarfi og hafa sveitir skólans komið fram í virtum tónleikasölum víða um heim, eins og t.a.m. Kennedy Center í Washington, Orchestra Hall í Chicago, Carnegie Hall í New York í Bandaríkjunum, en einnig í Kína og Frakklandi.

Skólahljómsveit Grafarvogs er ein af fjórum skólahljómsveitum Reykjavíkur. Í hljómsveitinni starfa um 130 nemendur í þremur mismunandi hljómsveitum. Elsta nemendur Skólahljómsveitar Grafarvogs taka þátt í tónleikunum, nemendur á aldrinum 12-18 ára.

Á efnisskrá tónleikanna verða verk eftir Shostakovich, Elgar, Vivaldi og Brian Balmages.

Hljómsveitarstjórar eru David Doke, Jeremy Lumpkin, Stephen Mattson og Øyvind Lapin Larsen.

Viðburðahaldari

Hillgrove Band and Orchestra

Miðaverð er sem hér segir:

Dagskrá

miðvikudagur 3. apríl - 18:00

Norðurljós

Þessi einstaki og fallegi salur á annarri hæð Hörpu hentar vel fyrir tónleika, ráðstefnur, sýningar, árshátíðir og hvers kyns mannamót.