tónlist, jazz, aðventa

Heiðurstónleikar Marilyn Monroe / Rebekka Blöndal og hljómsveit - Múlinn Jazzklúbbur
Verð
3.900 kr
Næsti viðburður
miðvikudagur 10. maí - 20:00
Salur
Björtuloft
Rebekka Blöndal, söngur
Snorri Sigurðarson, trompet og útsetningar
Haukur Gröndal, saxófónn og klarinett
Ólafur Jónsson, saxófónn
Daði Birgisson, hljómborð/píanó
Börkur Birgisson, gítar
Þorgrímur Jónsson, bassi
Erik Ovick, trommur
Á tónleikunum verða lög úr söngbálki hinnar goðsagnakenndu Marilyn Monroe
flutt af söngkonunni Rebekku Blöndal og hennar stórkostlega
bandi. Rebekka er ein af fremstu jazz- og blússöngkonum landsins og
var tilnefnd til Íslensku Tónlistarverðlaunanna árið 2022 sem flytjandi
ársins í jazz og blús. Rebekka gaf nýverið út plötuna Ljóð sem hefur
fengið prýðis dóma og þó nokkra spilun á ljósvakamiðlum. Verkefnið er
styrkt af menningarsjóði FÍH.
Viðburðahaldari
Múlinn Jazzklúbbur
Miðaverð er sem hér segir:
A
3.900 kr.
Dagskrá
Björtuloft
Björtuloft eru glæsileg og óvenjuleg umgjörð fyrir veislur, móttökur, einkasamkvæmi og fundi. Salurinn er á tveimur hæðum með stórbrotnu útsýni yfir borgina. Á neðri hæð er fastur bar og útgengi á svalir með útsýni yfir höfnina.

Hápunktar í Hörpu