Ekkert fannst
Upplifun, bækur og blóm er í anddyri Hörpu. Ferðabækur, íslenskar skáldsögur, matreiðslubækur og barnabækur á erlendum tungumálum. Mikið af fallegri og einstakri gjafavöru. Íslensk hönnun, handverk og list í bland við erlenda gjafavöru.
Kappkostum að hafa fersk og framandi blóm í miklu úrvali. Faglegur metnaður er í hávegum hafður og mikil rækt lögð við að vera með nýjustu strauma og stefnur í blómaskeytingum.
Gerum skreytingar fyrir lífsins gleði og sorgarstundir, svo sem brúðkaup, afmæli og útfarir.
Skreytingar fyrir veislur, ráðstefnur, tónleika og flest tilefni. Mikið úrval af vösum og undirstöðum svo blómin fái notið sín sem best.
Fyrirtæki og stofnanir eru í blómaáskrift hjá okkur og við sjáum um að hafa ávallt fersk og falleg blóm í móttökum, fundarherbergjum, skrifstofum og almennum rýmum.
Aðstoðum við að skipuleggja viðburði á sérstakan og fallegan hátt. Komdu og ræddu við okkur um þínar hugmyndir. Við erum hér til að þjóna og mæta óskum ykkar í skreytingum.
Virka daga: 10:00–20:00
Helgar: 10:00–20:00
Sími:561 2100