Ekkert fannst
Í EPAL hafa vönduð hönnun, gæði og góð þjónusta verið í fyrirrúmi allt frá því fyrirtækið tók til starfa fyrir rúmum 40 árum.
Í EPAL hefur fólk ævinlega komið í leit að húsgögnum, ljósum, gluggatjaldaefnum, gjafavörum og margvíslegum nytjahlutum fyrir heimilið. Allt er þetta glæsileg hönnun þekktra meistara á Norðurlöndum og víðar úr Evrópu, að ógleymdum verkum íslenskra hönnuða sem hlotið hafa veglegan sess í EPAL.
Í EPAL hefur alltaf mátt sjá það nýjasta á sviði húsgagnahönnunar en ekki síður klassíska hönnun fyrri tíma. „Góð hönnun stenst svo sannarlega tímans tönn. Mikilvægt er að menn geri sér grein fyrir gildi klassískrar hönnunar og um leið hvað þeir eru með í höndunum, eigi þeir slíka muni,“ segir Eyjólfur Pálsson, eigandi EPAL. „Fallega hannaður hlutur vekur ekki aðeins ánægju heldur er hann líka góð fjárfesting.“
Markmið EPAL eru:
Fyrir frekari upplýsingar: