Ekkert fannst
Opin sýningarrými Hörpu bjóða upp á fjölbreytta aðstöðu fyrir móttökur og sýningar.
Fjölmörg opin rými innan Hörpu bjóða upp á möguleika fyrir stórar sem smáar veislur og móttökur. Veisluþjónusta Hörpu, er með færanlega veitingabari sem flytja má milli rýma, eftir hentugleikum.
Í aðalrými fyrstu hæðar er Flói, 1.000 fermetra glæsilegt opið rými, sem hentar vel fyrir móttökur og veisluhöld — eða sem sýningarsvæði. Úr Flóa er útsýni yfir Esjuna, höfnina og miðborgina. Hægt er að koma fyrir 530 manns í veisluuppsetningu í rýminu, en talsvert fleirum í standandi móttöku.
Eyri, er gullfallegt 300 fermetra rými, sem staðsett er á annarri hæð Hörpu, með útsýni yfir höfuðborgarsvæðið til vesturs og yfir Reykjavíkurhöfn.
Fleiri rými eru í Hörpu, sem henta fyrir ýmsa viðburði. Má þar nefna bæði Hörpuhorn og Norðurbryggju.
Skoða Flóa
Skoða Hörpuhorn
Skoða Norðurbryggju
Skoða Eyri
Opið rými 1,000m 530 manns (veisluuppröðun)
Opið rými 300m
Opið rými 500m