x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Háaloft

Glæsilegur salur á 8. hæð

Háaloft er nýr og glæsilegur salur á 8. hæð Hörpu. Hann býður upp á stórkostlegt útsýni yfir vesturborgina, höfnina, Faxaflóann og fjallahringinn.

Salurinn er 200 m²  og tekur mest 100 manns – standandi eða sitjandi.   Fjöldi 8 manna borða geta verið á bilinu 8-10 eftir því hvort það er uppsett svið eða ekki.

Aðgengi að salnum er með lyftu frá starfsmannagangi á 1. hæð eða í gegnum Björtuloft. Salurinn hentar einnig vel sem stækkun á Björtuloftum.


Skoðaðu HáaloftTækniupplýsingar
Hljóðkerfi: Hátalarar og tengibúnaður fyrir talað mál og létta tónlist. Hægt að bæta við hljóðkerfið og tengja eftir þörfum.
Hljóðvist: Góð í rýminu sjálfu en hljóð berst milli hæða út við glerhjúpinn.
Myndkerfi: Stórt sýningartjald í vesturenda og 4200 lumena skjávarpi.
Sérlýsing: Sviðs- og LED lýsing fyrir svið. Almenn loftlýsing á dimmer.
Niðurdraganlegar gardínur til vesturs.
Færanlegt svið, bar og veitingaþjónusta.
Þráðlaust net og rafmagnstenglar á veggjum.
Lofthæð allt að 5m við svið.
Stærð salar er 200m²
Rár og upphengjur í lofti.