Ekkert fannst
Stefnufundur, samtal, skipulagsdagur eða starfsviðtal? Þú getur bókað fundarrými með skömmum fyrirvara. Kynntu þér málið á radstefnur@harpa.is
Í Hörpu er fjölbreytt aðstaða fyrir fundi, af öllum stærðum og gerðum. Stærsta fundarherbergið Ríma, rúmar allt að 120 manns í sæti, en hægt er að skipta því í tvennt. Fundarherbergin Vísa og Stemma, á fyrstu hæð hússins, rúma allt að 20 manns við stjórnarborð. Á fjórðu hæð eru fjögur minni fundarherbergi Nes, Vík, Vör, og Sund sem rúma öll 6-10 manns þægilega í sæti.
Hvert rými er búið fyrsta flokks tækjabúnaði og öll þjónusta við hendina.
Myndirnar hér fyrir neðan sýna þær þrjár mismunandi stærðir af fundarherbergjum sem Harpa býður upp á, í eftirfarandi röð: Fyrst er stærsta fundarherberið, Ríma. Þá miðstærð af fundarherberjum sem heita Stemma og Vísa og að lokum þau minnstu sem heita Nes, Vík, Vör og Sund.
Hafðu samband við ráðstefnudeild Hörpu og láttu góðar hugmyndir verða að veruleika í fallegu umhverfi Hörpu. Nánar á radstefnur@harpa.is
Salir og rými
Handhæg skjöl