Ekkert fannst
Björtuloft eru staðsett á efstu hæðum Hörpu — með stórbrotnu útsýni yfir borgina, hafið og Esjuna.
Björtuloft eru glæsileg og óvenjuleg umgjörð fyrir veislur, einkasamkvæmi, móttökur og fundi.
Um er að ræða 400 m² rými á tveimur hæðum. Á neðri hæð er fastur bar og útgengi á stórkostlegar svalir með útsýni yfir höfnina og borgina. Salurinn rúmar um 100 manns á hringborðum á efri hæð og um 40 manns á neðri hæð.
Ef um standandi móttöku er að ræða komast um 200 – 350 manns fyrir á báðum hæðum. Björtuloft er búið sýningartjaldi og skjávarpa á 7. hæð og er eini lokaði salurinn í Hörpu sem býður uppá glæsilegt útsýni.
Kynntu þér málið nánar, sendu fyrirspurn á veislur@harpa.is eða hringdu í síma 528 5060.
Skoðaðu Björtuloft
6. hæð
7. hæð
Tæknipakkar - Veislur í Björtuloftum
PDF – 452320