Ekkert fannst
Bygging Hörpu á sér langan aðdraganda og sögu, sem lituð er óbilandi trú hugsjónafólks og velunnara íslenskrar menningar og lista. Eftir meira en aldarlanga bið rættist loks draumur um íslenskt tónlistarhús með tilkomu þessarar glæsilegu byggingar.
Nafn tónlistar- og ráðstefnuhússins í Reykjavik var opinberað við hátíðlega athöfn 11. desember 2009. Nafnið Harpa bar sigur úr býtum en alls bárust 4.156 tillögur frá 1.200 einstaklingum. Krafa var um að nafnið væri íslenskt, en jafnframt að hægt væri að bera það fram á flestum tungumálum. Nafnið Harpa hefur fleiri en eina merkingu. Það er gamalt íslenskt orð sem vísar til árstíma og er mánuður í gamla norræna tímatalinu. Fyrsti dagur mánaðarins er haldinn hátíðlegur sem sumardagurinn fyrsti og markar upphaf jákvæðra tíma þar sem náttúran lifnar við og litirnir í umhverfinu verða skarpari. Harpa vísar einnig til hljóðfæris og tengist þannig starfseminni og að sumra mati, lítur húsið út eins og strengd Harpa.