x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Maxímús Músíkús

Frægasta og færasta tónlistarmús Íslands!

Maxímús Músíkús er án efa frægasta tónlistarmús Íslands og þó víðar væri leitað en bækurnar um hann hafa notið gífurlegra vinsælda meðal íslenskra barna og eru að fara sigurför um heiminn en þær eru fáanlegar í Þýskalandi, Færeyjum, Kóreu og á ensku um allan heim. Höfundur og teiknari bókanna, þau Hallfríður Ólafsdóttir og Þórarinn Már Baldursson eru bæði meðlimir Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Stjórnandinn Vladimir Ashkenazy er sérstakur verndari verkefnisins.

Verkefnið um Maxímús Músíkús er efni til kynningar á tónlist, hljóðfærum og sinfóníuhljómsveitinni. Út hafa komið fjórar myndskreyttar bækur ásamt meðfylgjandi geisladiskum, skemmtiefni sem einnig er óbein fræðsla.

Höfundur er Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari. Auk þess að leiða flautudeild Sinfóníuhljómsveitar Íslands er hún móðir tveggja barna í grunnskóla og hefur áratugalanga reynslu af hljóðfærakennslu. Myndskreytir er Þórarinn Már Baldursson, víóluleikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur flutt tónleikadagskrár byggðar á öllum sögunum þar sem tónlistin er flutt ásamt sögumanni sem les sögurnar og með myndskreytingunum úr bókunum varpað á stóran skjá.

Sögurnar og hljóðritin opna börnum heim tónlistarinnar, hljóðfæranna og hljóðfæraleikaranna. Bækurnar eru frábærar kvöldsögur fyrir aldurinn 2 – 9 ára en henta einnig vel til kennslu í leikskólum, grunnskólum og tónlistarskólum. Þær eru auk þess góður undirbúningur fyrir heimsókn barna á tónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar. Tónlistin á disknum er sérvalin með þennan aldurshóp í huga; stutt verk og aðgengileg.

Á geisladiskunum er að finna upplestur á sögunum með öllum þeim hljóðum sem þeim fylgja, m.a. upptökur af undarlegum hljóðum sem hljóðfæraleikarar gefa frá sér þegar þeir hita sig upp og af tónverkunum fluttum í heild sinni af Sinfóníuhljómsveit Íslands. Sögumaður er leikarinn Valur Freyr Einarsson.

Maxímús á föst heimkynni í Hörpu. Maxi er reglulegur gestur á barnatónleikum Sinfóníunnar og á þátt í að skipuleggja skemmtilega viðburði fyrir smáfólk.Verkefnið um Maxímús Músíkús er efni til kynningar á tónlist, hljóðfærum og sinfóníuhljómsveitinni. Út hafa komið þrjár myndskreyttar bækur ásamt meðfylgjandi geisladiskum, skemmtiefni sem einnig er óbein fræðsla.

Fyrsta bókin, Maxímús Músíkús heimsækir hljómsveitina, hlaut Fjöruverðlaunin fyrir barnabók ársins 2008 og Barnabókaverðlaun Menntaráðs Reykjavíkurborgar 2008. Önnur sagan, Maxímús Músíkús trítlar í tónlistarskólann, kom út árið 2010, þriðja ævintýrið um músina, Maxímús Músíkús bjargar ballettinum kom út 2012, fjórða bókin, Maxímús kætist í kór kom út árið 2014 og fimmta bókin, Maxímús fer á fjöll, kom út árið 2019.

Veturinn 2019 – 2020 býður Harpa upp á skoðunarferðir og sögustundir með Maxa.

Þessi leikur notar Adobe Flash Player sem er ekki stutt af öllum vöfrum.