Ekkert fannst
Rekstrarfélagið Hörpustrengir ehf. var stofnað í desember 2013. Félagið hefur þann tilgang að standa fyrir völdum viðburðum sem marka spor í íslenskt tónlistar- og menningarlíf og myndu ekki verða að veruleika án aðkomu félagsins. Viðburðir eru oftast unnir með völdum samstarfsaðilum. Félagið gætir þess að standa ekki í beinni samkeppni við viðburðahaldara og fasta notendur hússins.
Viðburðir sem Hörpustrengir standa fyrir á árinu 2019 eru:
• Upptakturinn, tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna, í apríl • Reykjavik Midsummer Music í júní • Joshua Bell og Alessio Bax í október • Svanavatnið í uppfærslu St. Petersburg Ballet í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands í nóvember
Viðburðir sem Hörpustrengir standa fyrir á árinu 2018 eru: • Budapest Festival Orchestra í janúar • Upptakturinn, tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna, í apríl • Hnotubrjóturinn í uppfærslu St. Petersburg Ballet í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands í nóvember
Viðburðir sem Hörpustrengir standa fyrir á árinu 2017 eru:
• Vijay Iyer og Wadada Leo Smith í janúar • Kammersveit Vínar og Berlínar í maí • Reykjavik Midsummer Music í júní • Academy of St Martin in the Fields og Joshua Bell í nóvember • Þyrnirós í uppfærslu St. Petersburg Ballet í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands í nóvember
Viðburðir sem Hörpustrengir standa fyrir á árinu 2016 eru:
• Eivør, Stórsveit danska ríkisútvarpsins og Kór danska ríkisútvarpsins í janúar • Vínardrengjakórinn í febrúar • San Francisco ballettinn: Hátindar á ferli Helga í maí • Reykjavik Midsummer Music í júní • Hnotubrjóturinn í uppfærslu St. Petersburg Ballet í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands í nóvember
Viðburðir sem Hörpustrengir standa fyrir á árinu 2015 eru:
• Heimspíanistinn Jorge Luis Prats í febrúar • Pekka Kuusisto og Davíð Þór í febrúar • Heimspíanistinn Richard Goode í mars • Borealis, samstarfsverkefni styrkt af Norræna menningarsjóðnum og SUT í maí • Reykjavik Midsummer Music í júní • Sinfóníuhljómsveitin Philharmonia í október • Svanavatnið í uppfærslu St. Petersburg Festival Ballet ásamt meðlimum úr Sinfóníuhljómsveit Íslands í nóvember
Þeir viðburðir sem Hörpustrengir hafa staðið fyrir árið 2014 eru:
• Heimspíanistinn Philip Glass í janúar • Jazzleikarinn Wynton Marsalis í júlí í samstarfi við Jazzhátíð • Hnotubrjóturinn í uppfærslu St. Petersburg Ballet í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands. • London Philharmonic Orchestra í desember