x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Aðkoma

Verið velkomin

Harpa er staðsett í miðbæ Reykjavíkur við gömlu höfnina. Innkeyrsla er frá Sæbraut inn á bílaplan við Hörputorg eða niður í rúmgóðan bílakjallara. Vinsamlega leggið ekki bílum á Hörputorgi, þar skal aðeins hleypa inn eða út farþegum. Góð gönguleið er yfir Tryggvagötuna að húsinu á gangbraut. Hægt er að ganga meðfram sjónum og koma að Hörpu úr austri og úr vestri.

kort_midbae_icelandic1

Njótið þess að koma í Hörpu. Vinsamlegast gefið ykkur nægan tíma, hvort sem þið komið fótgangandi eða þurfið að leggja bíl eða hjóli. Allt tekur sinn tíma, hvort sem þið þurfið að ná í miða, nota fatahengið eða gæða ykkur á veitingum eða drykk fyrir viðburð.


Bílastæði

bilastaedi1

Bílastæðahús með 545 stæðum er við Hörpu og er vel upplýst og aðgengilegt er beint inn í húsið. Bílastæði fyrir hreyfihamlaða eru næst inngöngum. Gjaldskylda er í húsinu frá kl. 7:00-02:00 alla daga. Fyrir framan Hörpu er einungis hægt að hleypa gestum út úr farartækjum. Ekki er hægt að leggja þar.

Þegar komið er inn í bílahúsið þarf að greiða gjaldið í gjaldmælum sem eru 3 á hvorri hæð bílahússins. Ef fólk lendir í vandræðum þá er alltaf vaktmaður á stæðinu. Hann er staðsettur í vaktherbergi í efri kjallara (K1).

Hægt er að greiða með kreditkortum, mynt og í gegnum leggja.is (gjaldsvæði 0). Einnig er hægt að kaupa miða í stæði fyrirfram þegar miðar eru sóttir í miðasölu.

Mikilvægt er að muna að setja miðann sem kemur úr gjaldmælinum í glugga bifreiðar áður en farið er inn í húsið. Bent er á að bannað er að leggja bifreiðum á torginu fyrir framan eða til hliðar við Hörpu. Bílar eru sektaðir þar. Ef lagt er við vörumóttöku eða við aðkomu neyðarbíla — eru bílar dregnir í burtu.

Gjaldskrá:

 • Tímagjald: 275 kr.
 • Heill dagur (8 klst.): 2.000 kr.
 • Mánaðargjald (dagpassi kl. 8-18): 14.500 kr.
 • Vangreiðslugjald: 4.400 kr.
 • Vangreiðslugjald ef greitt innan þriggja daga: 3.400 kr.

Vangreiðslugjald er lagt á bifreið í gjaldskyldu bílastæði þegar sýnt þykir að ekki hafi verið greitt fyrir stöðu bifreiðar í stæðinu eða greitt hefur verið fyrir of stuttan tíma.

 

Fleiri upplýsingar

 • Fatahengi

  Opið fatahengi er við miðasölu Hörpu, fyrir gesti hússins. Hægt er að geyma flíkur í lokuðu rými í miðasölu gegn gjaldi.

 • Börn í Hörpu

  Börn þurfa alltaf að vera í fylgd með fullorðnum og á ábyrgð þeirra. Foreldrum og forráðamönnum er vinsamlega bent á að alltaf þarf að kaupa sæti fyrir börn í Eldborg, nema annað sé tekið fram.

 • Aðgengi fyrir hjólastóla á viðburði í Hörpu

  Aðgengi fyrir hjólastóla er mjög gott í Hörpu en þrjár lyftur fara beint úr bílakjallara upp á 2., 3., 4., og 5. hæð.

  Í öllum tónleikasölum eru sérmekt svæði ætluð hjólastólum en þau stæði þarf alltaf að panta í miðasölu Hörpu.

  Eldborg: 8 stæði eru fyrir hjólastóla í Eldborg. Stæðin eru gjaldfrjáls en greitt er fyrir aðstoðarmann sé hans þörf. Á nokkrum stöðum í sal og á svölum eru lausir stólar sem hægt er að fjarlægja og koma fyrir hjólastól en þau stæði eru ekki gjaldfrjáls og þarf að panta með góðum fyrirvara. Ath að ekki er hægt að nýta þessi sæti á öllum viðburðum. 

  Silfurberg: Stæði fyrir hjólastóla eru í miðjum sal, sama gjald er tekið fyrir þau stæði og önnur sæti í salnum.

  Norðurljós: Stæði fyrir hjólastóla eru í salnum, sama gjald er tekið fyrir þau og önnur sæti í salnum.

  Kaldalón: Stæði fyrir hjólastóla er á aftasta bekk í salnum, sama gjald er tekið fyrir þau og önnur sæti í salnum.

 • Aðstoð við sjóndapra

  Ef þú þarfnast aðstoð við að komast milli staða í Hörpu biðjum við þig að láta vita í miðasölu með góðum fyrirvara.

  H J Á L P A R H U N D A R
  Við höfum tekið frá viss sæti í sölum Hörpu sem ætluð eru gestum með hjálparhund en þau sæti þarf alltaf að panta í miðasölu Hörpu. Eftirfarandi sæti eru ætluð gesti með hjálparhund:

  • Eldborg: Gert er ráð fyrir gesti með hjálparhund á 3. svölum
  • Silfurberg: Gert er ráð fyrir gesti með hjálparhund aftast í sal hægra megin.
  • Norðurljós: Gert er ráð fyrir gesti með hjálparhund aftast í sal vinstra megin.
  • Kaldalón: Gert er ráð fyrir gesti með hjálparhund á aftasta bekk í salnum.

  Hjálparhundur skal ekki vera í sæti eða í gangvegi, heldur skal hann sitja eða liggja á gólfi fyrir framan/til hliðar við eiganda sinn. Ef mögulegt er skal hjálparhundur vera með múl. Hundurinn þarf að vera skýrt merktur sem hjálparhundur, til dæmis með beisli eða vesti.

 • Aðstoð við heyrnaskerta

  Fólk sem notar heyrnartæki hefur verulegt gagn af tónmöskvakerfi eða sambærilegu kerfi sem er notað til að draga úr aukahljóðum og bæta hlustun. Í Hörpu er hægt að fá afnot af slíkum búnaði en hann virkar þannig að það eru sendar í loftinu sem gefa frá sér innrautt merki. Merkið sendist í móttakara, heyrnartól eða hljóðslaufu sem virkar með heyrnartækjum. Gestir sem óska eftir að fá afnot af búnaðinum eru beðnir um að láta vita í miðasölu þegar miðar eru keyptir. Ath aðeins eru sendar í inn í Eldborg, Silfurbergi, Norðurljósum og Kaldalóni.

 • Internet í Hörpu

  Í Hörpu er ókeypis internet fyrir gesti og gangandi.

 • Kvikmyndun og ljósmyndun

  Harpa tekur kvikmyndun fagnandi og við reynum að mæta þörfum eftir bestu getu. Við eru þó bundin af bókunarstöðu hússins. Upptökur og ljósmyndun í atvinnuskyni eru gjaldskyldar og allar beiðnir skoðaðar sérstaklega. Í öllum tilvikum ber að fá leyfi frá markaðsdeild Hörpu. Vinsamlega sendið beiðni á netfangið harpa@harpa.is

 • Ertu með miðann þinn?

  Allir sem kaupa miða á viðburði í Hörpu fá aðgöngumiða sendan í tölvupósti sem dugar við inngang, hvort sem það er útprentað eða í snjallsímanum. Einnig er hægt að sækja miða í miðasölu Hörpu sem er opin alla daga.

 • Klæðnaður á tónleikum

  Engar sérstakar reglur gilda um klæðaburð á tónleikum. En það er alltaf gaman að klæða sig upp.

 • Myndatökur á tónleikum

  Allar upptökur á tónleikum hvort sem er hljóð eða mynd eru stranglega bannaðar í Hörpu nema með sérstöku leyfi. Það sama gildir um myndatökur, hvort heldur kvikmyndir eða ljósmyndir. Myndatökur í opnum rýmum eru leyfðar svo framarlega sem þær trufla ekki starfsemi hússins.

 • Notkun farsíma

  Öll notkun farsíma á tónleikum er bæði óæskileg og óleyfileg. Nauðsynlegt er að slökkva á símunum meðan á tónleikum stendur.

 • Við reykjum ekki hér

  Reykingar eru bannaðar innandyra í Hörpu.

 • Matur og drykkur í tónleikasölum

  Vinsamlega neytið ekki matar og drykkjar í Eldborg. Aðrar reglur gilda þó um aðra tónleikasali og fer það eftir eðli viðburðar hvað sé leyfilegt. Vinsamlegast kynnið ykkur reglur varðandi mat og drykk við þjónustufulltrúa á vakt.