Tónlist, Sígild og samtímatónlist

Hann er eins og vorið - sönglög eftir Þorvald Gylfason á Sígildum sunnu­dögum

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

3.510 - 3.900 kr

Næsti viðburður

sunnudagur 2. apríl - 16:00

Salur

Norðurljós

Hann er eins og vorið er safn tíu sönglaga eftir Þorvald Gylfason við kvæði tíu íslenzkra skálda og þau eru Guðmundur Böðvarsson, Hulda, Hannes Pétursson, Einar Ólafur Sveinsson, Bragi Sigurjónsson, Hannes Hafstein, Valtýr Guðmundsson, Þorsteinn Gíslason, Vilmundur Gylfason og Hallgrímur Helgason. Sex laganna hafa birzt á prenti, þar af þrjú sem kórlög. Fjögur laganna hafa áður verið flutt opinberlega, en hin munu heyrast hér í fyrsta sinn. Þórir Baldursson tónskáld hefur útsett tvö laganna. 

Lilja Guðmundsdóttir sópran, Bjarni Thor Kristinsson bassi og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanó munu flytja lögin á tónleikum í Hörpu 2. apríl 2023. Tónsetjarinn mun flytja stuttar skýringar á undan hverju lagi og ljóði. Kvikmyndafélagið Í einni sæng mun taka tónleikana upp fyrir sjónvarp.

Viðburðahaldari

Þorvaldur Gylfason

Miðaverð er sem hér segir:

A

3.900 kr.

Norðurljós

Þessi einstaki og fallegi salur á annarri hæð Hörpu hentar vel fyrir tónleika, ráðstefnur, sýningar, árshátíðir og hvers kyns mannamót.