tónlist, klassík, sinfóníuhljómsveit

Grosvenor leikur Busoni - Sinfón­íu­hljóm­sveit Íslands

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

3.000 - 9.200 kr

Næsti viðburður

fimmtudagur 1. febrúar - 19:30

Salur

Eldborg

EFNISSKRÁ
Sergej Prokofíev Klassíska sinfónían
Ferruccio Busoni Píanókonsert

HLJÓMSVEITARSTJÓRI
Kornilios Michailidis

EINLEIKARI
Benjamin Grosvenor

KÓR
Karlakórinn Fóstbræður

KÓRSTJÓRI
Árni Harðarson

Árið 2024 eru hundrað ár liðin frá andláti eins mesta píanóleikara sögunnar, hins ítalska Ferruccio Busoni, en auk þess að vera óviðjafnanlegur einleikari var Busoni frábært tónskáld og hljómsveitarstjóri. Í dag þekkja hann margir einna helst af ægifögrum umritunum á hljómborðsverkum Johanns Sebastians Bach. En tónsmíðar hans sjálfs búa ekki síður yfir mikilli snilld og þótti mörgum hann ná að sameina í tónlist sinni áhrif andstæðra póla 19. aldarinnar – frá Brahms annars vegar og frá Liszt og Wagner hins vegar. Píanókonsert hans er eitt stórbrotnasta og umfangsmesta verk sinnar tegundar í sögunni og ögrar lögmálum formsins á ýmsan hátt. Það er því einstaklega ánægjulegt að einn fremsti píanóleikari samtímans, hinn breski Benjamin Grosvenor, leiki það í Eldborg með Sinfóníuhljómsveit Íslands og karlakórnum Fóstbræðrum, en þátttaka karlakórsins er einmitt meðal þess sem veitir konsertinum sérstöðu. Á undan þessum stærsta píanókonserti sögunnar hljómar hið samþjappaða meistaraverk Prokofíevs, Klassíska sinfónían, sem endurómar fag­urfræði 18. aldar og gefur hvergi eftir í hugmyndaauðgi og snilldarlegu handbragði þrátt fyrir að vera aðeins um stundarfjórðungur að lengd.


Viðburðahaldari

Sinfóníuhljómsveit Íslands

Miðaverð er sem hér segir:

A

7.800 kr.

B

6.300 kr.

C

4.800 kr.

D

3.000 kr.

X

9.200 kr.

Eldborg

Eldborg er stærsti salur Hörpu þar sem öll hönnun og útfærsla skapar glæsilega umgjörð. Salurinn tekur allt að 1600 manns í sæti. Í Hörpuhorni, við glerhjúpinn á annarri hæð, er unnt að vera með standandi kaffiveitingar eða móttökur tengdar Eldborg.