tónlist, rokk og popp

Greensky Bluegrass
Verð
13.466 - 17.733 kr
Tímabil
3. júní - 5. júní
Salur
Eldborg
Þriggja daga passar fyrir tónleikana í Eldborg Hörpu fara í sölu föstudaginn 13. janúar kl. 17
Kaupa 3 daga passa hér
Greensky Bluegrass kynnir með stolti Camp Greensky Iceland, þrenna tónleika, þrjú kvöld í röð í Eldborgarsal Hörpu.
Frá því að hljómsveitin var stofnuð, árið 2000 í Kalamazoo í Michigan fylki Bandaríkjanna hefur hún þróað áfram sinn eigin stíl og aukið sífellt við hóp dyggra aðdáenda. Hljómsveitin sem skipuð er þeim Anders Beck (dobro), Michael Arlen Bont (banjó), Dave Bruzza (gítar), Mike Devol (kontrabassi) og Paul Hoffman (mandólín) hefur um árabil túrað um Norður-Ameríku og nýverið seldist upp á þrenna tónleika sem sveitin hélt á Red Rocks, nokkuð sem þykir afar óvenjulegt í þessari grein tónlistar.
Holly Bowling píanóleikari verður í för með Greensky Bluegrass og spilar með þeim öll kvöldin þrjú í Hörpu. Fruition sér um upphitun.
Þriggja daga passar fyrir tónleikana í Eldborg Hörpu fara í sölu fljótlega
Greensky Bluegrass á Red Rocks 2021 : https://www.youtube.com/watch?v=SdAdX0XbVhU
Viðburðahaldari
Greensky Bluegrass
Miðaverð er sem hér segir:
A
16.299 kr.
C
14.899 kr.
D
13.466 kr.
X
17.733 kr.
Dagskrá
laugardagur 3. júní - 18:00
sunnudagur 4. júní - 18:00
Eldborg
Eldborg er stærsti salur Hörpu þar sem öll hönnun og útfærsla skapar glæsilega umgjörð. Salurinn tekur allt að 1600 manns í sæti. Í Hörpuhorni, við glerhjúpinn á annarri hæð, er unnt að vera með standandi kaffiveitingar eða móttökur tengdar Eldborg.

Hápunktar í Hörpu