Klassík

Gran Partíta – Mozart

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

3.000 kr

Næsti viðburður

miðvikudagur 29. september - 20:00

Salur

Norðurljós

Hnúkaþeyr fagnar 10 ára afmæli Hörpu

Blásaraoktettinn Hnúkaþeyr og félagar leika Gran Partítu eftir Mozart í tilefni af 10 ára afmæli Hörpu. Gran Partíta er af mörgum talin krúnudjásn hinnar klassísku blásarahefðar á 18. öld og eitt af vinsælustu verkum Mozarts.

Mozart samdi stóru serenöðuna nr. 10 í B-dúr fyrir þrettán blásara og kontrabassa sennilega á árunum 1871-1872. Serenaðan er í sjö þáttum og var henni síðar gefinn undirtitillinn Gran Partíta vegna óvenjulegrar stærðar og glæsileika. Margt er á huldu um tilurð Gran Partítu og hvers vegna Mozart valdi að bæta bassethornum og fleiri hljóðfærum við hið staðlaða form Harmonie-tónlistarinnar, blásarasextettinn og oktettinn. Mögulega hafði hann látið heillast af hljóðfæraleikurum óperuhljómsveitarinnar í München þegar hann var að semja Idomeneo fyrir Prins Carl Theodor, stuttu áður en hann flutti til Vínarborgar frá heimabæ sínum Salzburg árið 1871. Mozart bjó í Vínarborg og starfaði þar sjálfstætt næstu tíu árin. Gran Partíta í flutningi Vínarfílharmóníunnar árið 1877 varð tékkneska tónskáldinu Antonín Dvorák slíkur innblástur að hann samdi sína eigin stóru serenöðu stuttu síðar, en hún er einnig talin vera eitt af öndvegisverkum tónbókmenntanna.

Blásaraoktettinn Hnúkaþeyr og félagar:
Peter Tompkins og Eydís Franzdóttir á óbó, Ármann Helgason og Helga Björg Arnardóttir á klarinett, Rúnar Óskarsson og Baldvin Ingvar Tryggvason á bassethorn, Frank Hammarin, Anna Sigurbjörnsdóttir, Emil Friðfinnsson og Rakel Björt Helgadóttir á horn, Kristín Mjöll Jakobsdóttir og Snorri Heimisson á fagott, Brjánn Ingason á kontrafagott og Þórir Jóhannsson á kontrabassa.

Blásaraoktettinn Hnúkaþeyr er samkvæmt hefðinni skipaður tveimur óbóum, tveimur klarinettum, tveimur hornum og tveimur fagottum. Hópurinn er stofnaður 2003 og hefur komið fram með reglulegu millibili síðan þá, leikið meðal annars klassískar serenöður og frumflutt ný íslensk tónverk. Íslenska orðið ,,hnúkaþeyr” stendur fyrir hlýja fjallagolu úr suðri.


Miðaverð er sem hér segir:

A

3.000 kr.

Norðurljós

Þessi einstaki og fallegi salur á annarri hæð Hörpu hentar vel fyrir tónleika, ráðstefnur, sýningar, árshátíðir og hvers kyns mannamót.