Ekkert fannst
Harpa og FKA hafa ákveðið að taka höndum saman og vinna að því að jafna hlutfall karla og kvenna í framkvæmdastjórnum fyrirtækja og opinberra aðila á Íslandi. Að því tilefni undirritaði Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, í dag viljayfirlýsingu um Jafnvægisvogina.
Markmið verkefnisins er að auka jafnvægi kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja í íslensku viðskiptalífi með það að markmiði að árið 2027 verði hlutfallið á milli kynja a.m.k. 40/60 í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi. Einnig að virkja íslenskt viðskiptalíf til að verða að fyrirmynd jafnréttis fyrir aðrar þjóðir.