x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Ítalskur viðburður í Hörpu fær þrenn verðlaun

Töfrakassinn í Flóa

Ítalski dekkjarframleiðandinn Pirelli var með stóra vörukynningu á Íslandi síðasta sumar, sem fór fram að stórum hluta í Hörpu. Yfir 250 alþjóðlegir blaða- og sölumenn komu til landsins til þess að kynna sér nýjustu afurð Pirelli. Meðal annars var farið í reynsluakstur á Langjökli en aðal kynningin fór fram í Hörpu, nánar tiltekið í Töfrakassanum (e. The Magic Box).

Á svæði sem heitir Flói á fyrstu hæð í Hörpu, var Töfrakassinn byggður þar sem um 50 íslenskir og ítalskir tæknimenn komu að verkefninu. Rýmið var byggt með 4D tækni þar sem vindur, kæling, þoka og jarðskjálftahermir voru notuð til þess að gera upplifun áhorfenda ógleymanlega.

Verðlaunin BEAIT kaus viðburðinn í fyrsta sæti sem „Viðburðarkynning ársins 2016“ og „Besta framkvæmd 2016“ en viðburðurinn fékk einnig annað sæti sem „Besti viðburður ársins 2016“.