x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Verðmætasköpun í ferðaþjónustu

MICE-ferðamenn eru þeir ferðamenn sem koma til landsins til þess að taka þátt í ráðstefnum, fundum, hvataferðum eða sýningum. Þorsteinn Örn Guðmundsson framkvæmdastjóri hjá Ráðstefnuborginni Reykjavík (Meet in Reykjavík) segir þetta verðmæta gesti sem gætu haft töluvert vægi í því að auka arðsemi í Ísenskri ferðaþjónustu.

Verðmætin felast ekki eingöngu í auknum tekjum, en tekjur af til dæmis ráðstefnugestum er að jafnaði um tvöfalt hærri á hverja gistinótt en af meðal ferðamanni. Verðmætin felast ekki síður í bættri nýtingu innviða, s.s. hótelum, fundar og rástefnurýmum, jákvæðum árstíðahalla en 80% MICE gesta koma til landsins utan skilgreinds háannatíma auk þess sem ráðstefnur og aðrir fagviðburðir gefur fræði- og athafnafólki tækifæri til þess að kynna rannsóknir og þróunarverkefni og fyrirtækjum tækifæri til þess að kynna afurðir og þjónustu. Þá eru ótalin jákvæð umhverfisleg áhrif en rannsóknir hér á landi hafa sýnt að MICE ferðamenn skoða náttúruna undantekningalítið í fylgt fagaðila.

Undanfarin ár hefur gengið vel að fjölga MICE-ferðamönnum hér á landi eða um 15,1% að meðaltali á ári á tímabilinu 2011-2016. Vöxtur á heimsvísu hefur á sama tímabili verið 4,2% að jafnaði.

Hlutfall MICE-ferðamanna er rúmlega 6% af heildar fjölda ferðamanna hér á landi en í þeim löndum sem mestum árangri hafa náð í að auka verðmætasköpun í ferðaþjónustu er algengt að hlutfallið sé á bilinu 15-20%.

Meet in Reykjavík var stofnað árið 2012 af Reykjavíkurborg, Icelandair Group, Hörpu ásamt nokkrum hagsmunaaðila í greininni með það að markmiði að fjölga MICE ferðamönnum hér á landi. Í dag eru 45 fyrirtæki aðilar að samstarfinu sem öll hafa beina hagsmuni af vexti MICE-ferðaþjónustu á Íslandi með einum eða öðrum hætti.

Þorsteinn Örn segir að ferðaþjónustan hér á landi standi á ákveðnum tímamótum. Nú þurfi að huga betur að náttúru, samfélagi og aukinni verðmætasköpun frekar en bara að fjölga ferðamönnum með sama hætti og undanfarin ár. Þorsteinn bendir á að ef hlutfall MICE ferðamanna hér á landi ykist um 1% miðað við 2,5 milljón ferðamanna eins og spár fyrir árið 2018 gera ráð fyrir þýddi það 3,5 milljarða í auknum útflutningstekjum (allt annað óbreytt).