Ekkert fannst
Vegna Kóronaveirunnar COVID-19, sem nú hefur greinst á Íslandi, höfum við í Hörpu gert viðeigandi ráðstafanir og viljum gera okkar allra besta við að fara eftir ráðum frá sóttvarnalækni.
Helstu snertifletir í hússinu eru þrifnir mun oftar en vanalega og hefur handspritt verið staðsett á mörgum stöðum í húsinu. Allur búnaður sem leigður er út á okkar viðburðum er sótthreinsaður sérstaklega.
Fólk getur með auðveldum hætti dregið úr sýkingarhættu með því að gæta vel að persónulegu hreinlæti. Handþvottur (í amk 20 sekúndur) og almennt hreinlæti í kringum augu, nef og munn og það að forðast að heilsa með handabandi getur minnkað hættu á smiti verulega og fækkað smitleiðum.
Einstaklingar sem fá einkenni frá öndunarfærum, sérstaklega ef hiti fylgir með, skulu hafa samband við Læknavaktina í síma 1700 eða sína heilsugæslu símleiðis en ekki mæta óboðaðir á sjúklingamóttökur.