x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Upptakturinn 2017

Tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna

Upptakturinn, tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna fór fram í Kaldalóni 25. apríl síðastliðinn. Þessi árlegi menningarviðburður er hluti af nýafstaðinni Barnamennningarhátíð.

Tónleikarnir gengu frábærlega og allir voru brosandi út að eyrum. Börnin voru stolt, foreldrarnir í skýjunum og tónlistarfólkið agndofa yfir því að fá enn einu sinni tækifæri á að upplifa hversu börn eru megnug. Fullt var út úr dyrum og komust færri að en vildu.

Upptakturinn leggur áherslu á að hvetja börn og unglinga til að semja sína eigin tónlist og senda inn tónsmíð, eða drög að tónverki. Dómnefnd sem skipuð var fagmönnum á sviði tónlistar valdi úr innsendum hugmyndum. Tónskáldin sem eru á aldrinum 10 – 15 ára unnu svo að tónverkum sínum ásamt tónskáldum frá Listaháskóla Íslands og tóku þátt í spuna vinnu með nemendum í tónlistarmiðlun. Hljóðfæraleik og framkvæmd annaðist fagfólk í tónlist.

Öll verkin sem flutt voru á tónleikunum hlutu tónsköpunarverðlaunin Upptaktinn 2017.

Fyrir Helgu
Guðríður Elísa Pétursdóttir 16 ára
Laugalækjarskóli

Vetrarstef
Svanhildur Margrét Arnalds 11 ára
Iðunn Helga Zimsen 11 ára
Háaleitisskóli – Hlíðaskóli

Élégie
Benedikt Gylfason 14 ára
Réttarholtsskóli

Vorboðinn
Daníel Sean Hayes 11 ára
Fossvogsskóli

Sleepwalking
Guðlaug Fríða Helgadóttir Folkmann 15 ára
Hulda Kristín Hauksdóttir 16 ára
Snjólaug Vera Jóhannsdóttir 16 ára
Hagaskóli – Háteigsskóli

Fram og til baka
Grétar Atli Rúnarsson 10 ára
Pétur Guðmundsson 10 ára
Jónatan Leo Sveinsson 11 ára
Dalskóli

Memory
Joseph Benedict Armada 15 ára
Langholtsskóli

The Conveyor Belt
Carter Horner 12 ára
Landakotsskóli

Mín kæra
Ilmur María Arnarsdóttir 14 ára
Waldorfskólinn

Solid
Haki Lorenzen 15 ára
Háteigsskóli

The Lonely Road
Bernharð Máni Snædal 13 ára
Langholtsskóli

Aurskriða
Jökull Jónsson 10 ára
Melaskóli

Flytjendur:
Geirþrúður Ása Guðjónsdóttir fiðla
Herdís Anna Jónsdóttir víóla
Bryndís Björgvinsdóttir selló
Jón Rafnsson kontrabassi
Grímur Helgason klarinett
Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanó
Sigurður Ingi Einarsson slagverk
Sigríður Thorlacius söngur
Unnsteinn Manuel Stefánsson söngur
Ragnhildur Veigarsdóttir bakraddir
Sunna Friðjónsdóttir bakraddir
Ásgeir Ásgeirsson gítar
Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir slagverk
Þorsteinn Gunnar Friðriksson slagverk

Upptakturinn er verkefni á vegum Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss í samstarfi við Barnamenningarhátíð í Reykjavík, Listaháskóla Íslands og RÚV. Verkefnastjóri er Elfa Lilja Gísladóttir.