x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Ungir einleikarar

Sinfóníuhljómsveit Íslands

Næstkomandi fimmtudagskvöld munu sigurvegarar úr keppninni Ungir einleikarar koma fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Einleikarakeppnin er samstarfsverkefni Sinfóníuhljómsveitarinnar og Listaháskóla Íslands.

Á tónleikunum syngur sópransöngkonan Bryndís Guðjónsdóttir m.a. aríu eftir Bellini og aríu Næturdrottningarinnar úr Töfraflautunni eftir Mozart. Guðmundur Andri Ólafsson leikur Hornkonsert nr. 2 eftir Richard Strauss, víóluleikarinn Ásta Kristín Pjetursdóttir leikur Víólukonsert Telemanns og píanóleikarinn Romain Þór Denuit flytur Píanókonsert nr. 3 eftir Prokofíev.

Á hverju ári fer fram keppni ungra einleikara sem Sinfóníuhljómsveit Íslands stendur fyrir í samvinnu við Listaháskóla Íslands. Keppnin er opin nemendum á háskólastigi, óháð því hvaða skóla þeir sækja, og fá þeir hlutskörpustu að leika einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi tónleikanna er Daniel Raiskin sem einnig stjórnar tónleikum Ungsveitar Sinfóníuhljómsveitar Íslands á starfsárinu enda fer honum einkar vel úr hendi að starfa með ungu fólki.

Það verður spennandi að sjá þessa ungu og upprennandi tónlistarmenn stíga á svið með hljómsveitinni í Eldborg í Hörpu.

Námsmenn geta nú þegar keypt miða á 1.700 kr. á þessa tónleika gegn framvísun Skólakorts Sinfóníunnar í miðasölu Hörpu.