Ekkert fannst
Í tilefni af tíu ára afmæli Hörpu var auglýst eftir tíu ára krökkum til að semja sérstakt afmælislag sem verður frumflutt við hátíðlega athöfn í maí næstkomandi.
Fjöldi krakka sótti um að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni en tíu krakkar voru valin og hittust þau í fyrsta skipti um helgina og stilltu sína strengi.
Það er óhætt að segja að það hafi verið glatt á hjalla og mikið spjallað og spegúlerað. Það verður virklega gaman að fylgjast með þessu einstaklega vel skipaða höfundateymi að störfum næstu vikurnar.