x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

The Dire Straits Experience

The Dire Straits Experience koma fram í Eldborg þann 10. september næstkomandi.

Nú munu þeir mæta aftur, þeir félagarnir Chris White og Chris Whitten, tveir af fyrrum meðlimum Dire Straits. Fyrir fjórum árum héldu þeir gríðarlega vel heppnaða tónleika í Eldborg sem seldust upp á hálftíma. Þann 10. september munu þeir trylla lýðinn á nýjan leik í Eldborg ásamt fimm öðrum heimsvirtum tónlistarmönnum, nú undir nafninu ‘The Dire Straits Experience’.

Liðin eru rúm 20 ár frá því að hljómsveitin Dire Straits hætti og skildi eftir sig margar af perlum rokksögunnar. Ef eitthvað er hefur orðstír þeirra einungis aukist með tímanum. Plötur þeirra hafa selst í yfir 120 milljón eintökum, og halda áfram að seljast samhliða því að unga fólkið uppgötvar tónlistina og bætist í aðdáendahópinn.

Árið 2011 ákváðu meðlimir Dire Straits, þeir Alan Clark, Chris White og Phil Palmer að verða við eindregnum óskum aðdáenda um að fá að sjá hljómsveitina á sviði aftur með því að stofna hljómsveitina The Straits og spila á góðgerðartónleikum í Royal Albert Hall.

Á þeim tíma naut Mark Knopfler mikillar velgengni á sólóferli sínum, og þess vegna leitaði Alan Clark til söngvarans og lagahöfundarins Terence Reis til að koma í hans stað. Þegar The Straits hættu, þremur og hálfu ári síðar, höfðu þeir haldið yfir 150 tónleika í 25 löndum víðsvegar um heiminn.

Arfleifð Dire Straits lifir nú í hljómsveitinni Dire Straits Experience, en í henni eru Chris White og Chris Whitten, fyrrum meðlimir Dire Straits.

Miðasala er hafin