x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Takk Iceland Airwaves 2016

Sjáumst 2017

Það eru nokkrar vikur á ári sem fá sérstakt heiti meðal starfsmanna Hörpu og nú í kvöld líkur einni slíkri með tónleikum Bjarkar í Eldborg. Airwaves vikan er ávallt stór í Hörpu enda er Harpa heimili Iceland Airwaves og hefur tekið stóran þátt í þessari glæsilegu tónlistarhátíð undanfarin fimm ár.

Rúmlega 50.000 manns heimsóttu Hörpu yfir hátíðina. Allir helstu tónleikasalir voru notaðir fyrir tónleikahald en aðal dagskráin fór fram í Eldborg, Silfurbergi, Norðurljósum og Kaldalóni. Einnig voru skrifstofur Airwaves í Hörpu ásamt miðasölu, miðaafhendingu, verslun og fleira. Húsið fylltist oft snemma dags enda fóru miðaafhendingar fyrir einstaka tónleika einnig fram í húsinu. Þetta voru tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Beedroom Community, múm og Kronos Quartet ásamt lokakvöldinu með PJ Harvey sem fór fram í Vodafonehöllinni.

Hápunktur Iceland Airwaves þetta árið var án efa viðkoma Bjarkar. Hún var með tónleika í Eldborgarsalnum á laugardeginum og endurtekur leikinn í kvöld. Auk þess að vera með tónleika hefur hún opnað eina metnaðarfyllstu sýningu sem hefur verið sett upp á Íslandi sem heitir Stafrænn heimur Bjarkar eða Björk Digital. Um er að ræða stærstu VR sýningu í heimi (Virtual Reality / sýndarveruleiki) sem verður í Hörpu til áramóta. Hægt er að tryggja sér miða á Björk Digital með því að smella hér.

Harpa vill þakka starfsfólki Iceland Airwaves fyrir ánægjulegt samstarf. Sjáumst á Iceland Airwaves 2017.

Fylgstu með Hörpu á Facebook