x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Sýning á Íslensku teiknibókinni

Sýning á Íslensku teiknibókinni (1330–1500) í Hörpu 1. júlí – 15. ágúst

Sýning á Íslensku teiknibókinni (1330–1500) í Hörpu 1. júlí – 15. ágúst 2016

Íslenska teiknibókin er handrit í vörslu Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum í Reykjavík. Teiknibókin er einstæð meðal íslenskra miðaldahandrita og ein af fáum fyrirmyndabókum sem varðveist hafa í Vestur-Evrópu. Bókin er því ómetanlegur menningararfur á heimsvísu.

Fyrirmyndabækur að teikningum voru listamönnum miðalda ómetanlegar, jafnmikilvægar og litir eða penslar. Teikningarnar voru fyrirmyndir fyrir hvers kyns listsköpun, sér í lagi af trúarlegum toga. Myndir í handritinu varpa einstöku ljósi á kristnar táknmyndir á miðöldum sem og íslenskan lista- og menningararf en þær voru unnar af fjórum óþekktum listamönnum á tímabilinu 1330–1500 og tók innihaldið breytingum eftir því sem á leið.

Sýning á öllum fyrirmyndum bókarinnar með útskýringum auk eftirgerða á skinn af nokkrum blöðum handritsins verður opnuð í Flóa á fyrstu hæð Hörpu föstudaginn 1. júlí og stendur til 15. ágúst. Sýningin er á ensku og höfðar því ekki síst til ferðamanna. Sýningarstjóri er Guðbjörg Kristjánsdóttir listfræðingur sem hefur rannsakað Íslensku teiknibókina um áratuga skeið.

Opnunartímar: 10–18 alla daga

Aðgangseyrir: 1500 kr.