x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Strokkvartettinn Siggi heldur sína fyrstu tónleika á starfsárinu

Tónleikar í Norðurljósasal Hörpu sunnudaginn 7. október kl. 16

Strokkvartettinn Siggi

Strokkvartettinn Siggi hefur lagt áherslu að spila nýja tónlist á tónleikum sínum og frumflytur hér nýjan strengjakvartett Guðmundar Steins Gunnarssonar. Einnig er á efnisskránni kvartett eftir Valgeir Sigurðsson, Nebraska, sem saminn var 2011 og frumfluttur í New York.
Siggi spilar auk þess á tónleikunum hinn fræga Dissonance strengjakvartett Wolfgang Amadeusar Mozart í fyrsta skipti, auk Kvartettkafla í c moll eftir Franz Schubert.

Una Sveinbjarnardóttir, fiðla
Helga Þóra Björgvinsdóttir, fiðla
Þórunn Ósk Marinósdóttir, víóla
Sigurður Bjarki Gunnarsson, selló

Tónleikarnir bera yfirskriftina ÓMSTRÍÐ.

Efnisskrá:

„Dissonance“, kvartett í C dúr KV. 465 eftir W. A. Mozart

Sitt hvoru megin við þilið, nýr strengjakvartett Guðmundar Steins Gunnarssonar

Nebraska, strengjakvartett eftir Valgeir Sigurðsson

Quartettsatz í c moll eftir Franz Schubert D. 703