x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Stórsveit Reykjavíkur

Starfsárið 2017/2018

Stórsveit Reykjavíkur hefur kynnt nýtt starfsár til leiks.

Sjö frábærir tónleikar eru framundan hjá Stórsveit Reykjavíkur. Fagnað verður aldarafmæli djassdrottningarinnar, Ellu Fitzgerald, ný íslensk tónlist verður frumflutt og verk eftir Steen Nikolaj Hansen, leiðandi básúnuleikari Stórsveit danska ríkisútvarpsins í Kaupmannahöfn verður flutt á tónleikum. Hinir árlegu swing- og nýárstónleikar verða svo á sínum stað ásamt því að hið árvissa Stórsveitarmaraþon fer fram í 22. sinn. Tvennir fjölskyldutónleikar verða einnig á dagskrá þar sem Gói tekur vel á móti góðum gestum.

Ella Fitzgerald 100 ára
Ella Fitzgerald hefði orðið 100 ára fyrr á þessu ári. Stórsveitin fagnar aldarafmæli djassdrottningarinnar með efnisskrá sem spannar allan feril hennar í tímaröð. Upprunalegar útsetningar verða fluttar og vandað til allrar umgjarðar. Gestir verða: Andrea Gylfadóttir, Anna Mjöll Ólafsdóttir, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Ellen Kristjánsdóttir, Kristjana Stefánsdóttir, Ragnheiður Gröndal, Ragnhildur Gísladóttir, Salka Sól Eyfeld, Sigríður Thorlacius og KK. Sigurður Flosason stjórnar og segir frá.

Tónleikar fara fram í Eldborg 22. september. Hægt er að nálgast miða hér

Pétur og úlfurinn …en hvað varð um úlfinn?
„Pétur og úlfurinn …en hvað varð um úlfinn?“ er sjálfstætt og spennandi framhald sögunnar vinsælu um Pétur og úlfinn. Stórsveitin fagnar útkomu geisladisks og bókar með þessu metnaðarfulla verki fyrir börn á öllum aldri í samvinnu við Töfrahurð. Haukur Gröndal stjórnar og er höfundur tónlistar og texta. Sögumaður er Gói.

Tónleikar fara fram í Silfurbergi 12. nóvember. Hægt er að nálgast miða hér

Jólafjör með Góa og Stórsveit Reykjavíkur
Gói endurnýjar frábærlega vel heppnuð kynni af Stórsveit Reykjavíkur frá undanförnum tveimur árum. Hann tekur á móti góðum gestum í spjall, sprell og söng. Svo er aldrei að vita nema að jólasveinar láti sjá sig með tilheyrandi glensgalsa. Efnisskráin verður samsett af léttum og skemmtilegum jólalögum í fjörugum útsetningum. Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Einsöngvari og kynnir: Gói. Stjórnandi og útsetjari: Haukur Gröndal. Aðrir gestir kynntir síðar. Myndskreytingar eru eftir Höllu Sólveigu Þorgeirsdóttur.

Tónleikar fara fram í Silfurbergi 3. desember. Hægt er að nálgast miða hér

Gullöld Sveiflunnar
Árlegir swing- og nýárstónleikar Stórsveitar Reykajvíkur. Fluttar verða perlur gullaldar sveiflunnar eða swingtímabilsins; 1930-50. Ný dagskrá á hverju ári enda af nógu að taka í gullsjóði sveiflunnar. Kíkt verður í nótnasöfn hljómsveita á borð við Benny Goodman, Glenn Miller, Cab Calloway, Tommy Dorsey, Gene Krupa, Duke Ellington, Arite Shaw, Count Basie o.s.frv. Upprunalegar útsetningar fluttar og vandað til vandað til allrar umgjörðar. Söngstjörnur koma í heimsókn. Sigurður Flosasonstjórnar og segir frá.

Tónleikar fara fram í Silfurbergi 7. janúar. Hægt er að nálgast miða hér

Ferðin til Valhallar
Steen Nikolaj Hansen er leiðandi básúnuleikari í hinni frábæru Stórsveit danska ríkisútvarpsins í Kaupmannahöfn; Danmarks Radio Big Band. Auk þess stjórnar hann hljómsveitinni reglulega. Flutt verður verk hans Ferðin til Valhallar. Þar segir í kyngimögnuðum tónum frá helstu persónum hinnar norrænu goðafræði; Óðni, Þór, Loka, Freyju og fleirum. Steen Hansen stjórnar.

Tónleikar fara fram í Silfurbergi 17. febrúar. Hægt er að nálgast miða hér

Stórsveitarmaraþon
Hið árvissa Maraþon Stórsveitar Reykjavíkur haldið í 22. sinn. Stórsveitin bíður til sín öllum starfandi stórsveitum landsins.  Hver sveit leikur í 30 mín. Ungmenni og eldri borgarar, áhugafólk, harðsvíraðir atvinnumenn  og allt þar á milli. Þátttakendur á aldursbilinu 10-80.

Tónleikar fara fram í Flóa 22. apríl. Aðgangur ókeypis.

Ný íslensk tónlist
Árlegir tónleikar þar sem Stórsveitin frumflytur glænýtt íslenskt efni. Tónskáld og stjórnandi verða kynnt þegar nær dregur.

Tónleikar fara fram í Silfurbergi 13. maí. Hægt er að nálgast miða hér

Athugið:

· 10% afsláttur fyrir eldriborgara, öryrkja og námsmenn. Aðeins afgreitt í miðasölu Hörpu.

· Ef keyptir eru miðar á a.m.k þrenna tónleika í einu fæst 20% afsláttur. Aðeins afgreitt í miðasölu Hörpu.