x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Skemmtileg fjölskyldudagskrá allar helgar í haust

Í haust verður boðið upp á skemmtilega fjölskyldudagskrá, allar helgar, fyrir yngstu gesti Hörpu. Boðið verður upp á sögustundir og skoðunarferðir fyrir börn, bæði þau sem eldri eru og þau yngstu. Í leyniferðum laumast Ingibjörg Fríða og tæknimenn Hörpu með grunnskólakrökkum bakvið tjöldin og dást að undraheiminum sem þar er að finna. Í ævintýraferðum með Maxímús Músíkús er farið um ýmsa sali, króka og kima í Hörpu og kannað hvort þeir séu ákjósanlegir staðir fyrir litla mús að búa á. Maxímús Músíkús er svo sannarlega langminnsti íbúi sem skráður er til heimilis í Hörpu og alltaf jafn vinsæll hjá yngstu kynslóðinni.

Barnastundir Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Karíus og Baktus verða svo á sínum stað og margt fleira spennandi og forvitnilegt.

Dag- og tímasetningar fyrir skoðunarferðir með Maxa

Dag- og tímasetningar fyrir sögustundir með Maxa